Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 29

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Side 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 25 Apreso/in: virkar á miðheila auk þess að minnka viðnám í arteriolum perifert og er þannig eina blóðþrýstingslækkandi lyfið, sem eykur blóðflæði um nýrun og sennilega einnig um fylgjuna. Aldomet: virkar centralt (dregur úr umbreytingu dopa í dopamin), auk þess sem það minnkar slagmagn hjartans. (13) Trandate: ósérhæfður beta-blokkari, sem einnig hefur nokkra alfa-blokkandi verkun. (7) Sé blóðþrýstingur mjög hár 180/120 og þannig talin hætta á eclampsi skal gefa lyf i. v. og konan höfð í gjörgæslu. Þá er notað Nepresol til að lækka mikið hækkaðan blóðþrýsting. Fyrst í bolus en dugi það ekki er sett upp dripp. Ef þörf krefur t. d. til að fyrir- byggja krampa má samhliða gefa viðbótarskammt af Nepresoli og Librium. Nepresolin virkar eins og Apresolin en mismunur þess- ara iyfja liggur í því, að 100 mg Apresolin svara til 33 mg Nepresolin. Lyfjagjafir eru mismunandi eftir löndum t. d. er notkun róandi lyfja mikil í USA. Við höfum reynt að fara aðallega eftir þeirri meðferð sem viðhöfð er hér á meðgöngudeild. (2) Mataræði: Með aukinni þekkingu og reynslu hafa ýmsar breytingar orðið á mataræði hjá konum með preeclampsi. í dag er lögð áhersla á eggjahvíturíkt fæði, saltneysla ekki takmörkuð en þó skal forðast þá fæðu sem er mjög saltrík t. d. saltkjöt, hangikjöt. Vökvaþörf e. b, ytileg en þarf þó að vera minnst 1 — 1 Zi 1/sól- arhring. Mikilvægt er að vigta konuna daglega til að fylgjast með þyngd m. 1.1. hvort þær safni á sig vökva, auk viktunar þarf einn- ig að mæla útskilnað vökva hjá þeim. Hjá slæmum pre-eclampsi þarf að fylgjast mjög nákvæmlega með þeim vökva sem fer inn og þeim sem útskilst. Oft eru þessar konur með i. v. næringu og einn- ig þarf að skrá það sem þær taka inn um munn. Til að mæla þvag- magn sem nákvæmast þarf í verri tilfellum að setja þvaglegg og timadiuresa mæld, því eins og fyrr segir er lítill þvagútskilnaður mjög hættulegt merki. (2, 13)

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.