Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 32
28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Lífeðlisfræðilegar breytingar samfara eclampsi: Þar sem eclampsi er mjög alvarlegt sjúkdómsástand verða ýms- ar breytingar í líkamanum. Aðal breytingin er æðasamdráttur, sem veldur súrefnisskorti í vefjum. Blóðflæði til legs er enn minnkað og sama er að segja um plasmaflæði í nýrum og þar af leiðandi minnkar glomerular filtration og þvagmyndun minnkar. Mótstaða í æðum í heila eykst enn frekar og súrefnismettun fellur. Uppi er tilgáta um það að súrefnisskortur í heila orsaki krampana. Gegnumdræpi háræða eykst og við það eykst vökvasöfnun í vefjum. Samtímis hleðst upp vökvi i frumum sem hindrar eðlileg- an metabolisma. Blóðsegja eykst vegna aukningar á fibriogeni og FDP. Er þar kominn vítahringur þar sem FDP hindrar að fibriogen breytist í fibrin. Sjá nánar um blóðstorku í kafla um orsakir. í lifur sjást við krufningu necrotisk svæði. Þessar breytingar sjást venjulega ekki hjá þeim konum sem lifa af eclampsiukast. Því virðist sem lifrarnecrosa sé þáttur sem getur valdið dauða. Nýrnaskemmdir eru svipaðar og í pre-eclampsi, en stundum eru þær í cortex. Tíðni: Er mismunandi eftir löndum. Það sem skiptir máli í fyrirbyggingu eclampsi er mæðravernd og gott eftirlit. Þess má geta að síðasta eclampsitilfellið greindist fyrir 2—3 árum. Fyrirbygging: Felst í því að greina pre-eclampsi snemma og með- höndla rétt, ásamt því að grípa inn í t. d. með keisaraskurði, versni ástandið mikið. Einkenni um yfirvofandi eclampsi: Nauðsynlegt er að starfsfólk fylgist vel með þeim einkennum sem gætu bent til yfirvofandi eclampsi. Flest köst koma fyrir fæðingu þ. e. 65%, 20% í fæðingunni sjálfri og 15% eftir fæðing- una. Þau einkenni sem þarf að fylgjast með eru: — skyndilega hækkaður blóðþrýstingur, — mikil aukning eggjahvítu í þvagi (>5g/dag), — marktæk aukning á bjúg ásamt þyngdaraukningu, — mikill höfuðverkur,

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.