Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 9

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 9
ina í Reykjavík, því hér var þá lítið um ræktun að ræða. Margir komu til Víkur og gaf á að líta hve blómlegt var í til- raunastöðinni. Nú hefir ræktun aukist mikið í nágrenni Reykjavíkur. Hið mik- ilsverðasta verkefni tilraunastöðvarinnar er nú nýyrkjutilraunir, og það verkefni getur Reykjavíkur stöðin alls ekki leyst af hendi, því ber brýna nauðsyn til að flytja hana út í sveit, þar sem skilyrði ern til að framkvæma þær tilraunir sem þörf er á. Heppilegast myndi að setja hana einhversstaðar á Suðurlandsundir- lendið, sem er stærsta ræktanlega svæðið á landinu, og þar sem á síðari árum hef- ir miljónum króna verið varið til undir- búnings áveitum. Heppilegan stað í þessn tilliti hefir verið bent á — Ólafsvelli. Á Búnaðarþingi var tilraunastarfsemin mikið til umræðu. Út af þeim umræðum voru samþyktar svofeldar tillögur: Frá Halldóri Vilhjálmssyni: „Búnaðarþingið felur stjórninni að leita upplýsiiiga hjá landsstj. og Alþingi um fjárframlög til væntanlegrar tilraunastöðv- ar á Suðurlandsundirlendinu, og felur henni í því sambandi að ráðstafa gjalda- lið 6 c á heppilegastan hátt“. Frá Sigurði Sigurðssyni: 1) „Búnaðarþingið felnr stjórn Búnað- arfélags íslands að skipa nefnd manna til að leita fyrir sér, rannsaka og velja stað fyrir væntanlega aðal-tilraunastöð fé- lagsins á Suðurlandsundirlendinu“. 2) „Stjórninni heimilast að kaupa, eða festa í varanlega ábúð, þá jörð, sem val- in verður, með þeirn kjörum sem henni þykja aðgengileg". 3) „Þegar staður er fenginn fyrir aðal- tilraunastöðina skal, svo fljótt sem á- stæður leyfa hefja þar tilraunir með gras- frærækt, og aðrar greinar jarðræktar- innar“. 4) „Stjórninni heimilast að selja eða leigja land og húseign félagsins við Lauf- ásveg í Reykjavík, þegar liður 3 er kom- inn til framkvæmda“. Verkefni tilraunastöðvarinnar. Vér erum fáfróðir um flest sem að jarðrækt lýtur. Reynsluna vantar. Þessarar reynslu á til- raunastöðin að afla með nákvæmum og ákveðnum tilraunum. Vér skulum henda á nokkur verkefni: 1) Framræslutilraunir. Vér erum að byrja að ræsa fram mýrar vorar og breyta þeim í tún. Enginn getur sagt með vissu hvernig á að ræsa fram. Það hafa verið ræstar mýrar með opnum skurðum , 1,10 m. djúpum — og milli- bilið milli skurðanna verið 20 eða 40 metrar. Hvort betra er slciftir máli vegna kostnaðarins, en það vitum vér eigi. Lok- ræsi hafa verið sett með 10—12—15—25 m. millibili. Hvað best er vitum vér eigi, það á tilraunastöðin að segja oss. 2) Áveitur. Miljónum króna hefir ver- ið varið til að gera áveituskurði og flóð- garða. En hvernig hest sé að haga áveit- unni, framræslu landsins og hagnýting vatnsins hefir eigi verið borið við að rannsaka. Hér eru verkefni fyrir hönd- um. 3) Jarðvinsla. Reynslu vantar um hver verkfæri séu hentugust til jarðvinslu og hvert dráttarafl sé ódýrast 4) Áburður. Um geymslu og notkun búpeningsáburðar vantar nákvæmar til- raunir. Hér er eitt verkefni fyrir tilrauna- stöðina. Jafnhliða þarf að gera tilraunir með tilbúinn áburð. 5) Grasfræsáning. Með hana hefir unn- ist nokkur reynsla hér á landi. Óreynt er þó enn hvernig hepnast að afla ís- lensks grasfræs, eða að ala upp sérstaka stofna af íslenskum tegundum. 6) Rófur, jnrðepli. Þar þarf að gera

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.