Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 11

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 11
F R E Y R 29 ar sæti í þeirri nefnd: Benedikt Blöndal, Björn Hallsson, Halldór Vilhjálmsson, Jakob Líndal, Páll Zóphoníasson. Skal þá í fáum dráttum vikið að hin- um helstu málum, sem lágu fyrir þing- inu, og skýrt frá afgreiðslu þeirra í að- alatriðum. 1. Erindi um ógildingu fulltrúakosn- ingar. Málið er fram komið að tilhlut- un aðalfundar Búnaðarsambands Suður- lands. Fundurinn taldi rétt Búnaðarsain- bands Suðurlands fyrir borð borinn við síðustu kosningu á fulltrúa til Búnaðar- þings 1924. Búnaðarsamband Suðurlands og Bún- aðarsamband Kjalarnesþings skulu sam- kvæmt gildandi reglum vera saman um kosningu tveggja fulltrúa. Við þessar kosningar, 1924 telur B. S. Suðurlands að eigi hafi verið kosið í Kjalarnesþingi, eftir sömu reglum, er venjan hafði helg- að annarstaðar við þessar kosningar. Laganefnd leit svo á. að atkvæðagreiðsl- an í Kjalarnesþingi hefði verið rýmri en í hinum Samböndunum, en væri þó að lögum. Var samþvkt sú tillaga nefndarinnar, að eigi skyldu gerðar breytingar um þingsetu þessa fulltrúa er vafinn lék á um, en það var Magnús Þorláksson, bóndi frá Blikastöðum. 2. Erindi um útgáfu lnifræðibóka. Síðasta Búnaðarþing samþykti, að Bún- aðarfélag íslands skyldi sem fyrst byrja á að gefa út alþýðlegar fræðibækur. I sambandi við þetta lágu fyrir tilboð tveggja höfunda um sölu á handritum; frá Þóri Guðmundssyni kennara á Hvanneyri, Efnafræði, og Kristjáni S. Sigurðssyni, Um alifuglaræktun. Fjárhagsnefnd bar fram tvær tillögur um málið sem báðar voru samþyktar. Var önnur þess efnis, að B. í. skyldi í framtíðirini eigi aðeins taka að sér út- gáfu alþýðlegra búfræðibóka, heldur einnig útgáfu búnaðarkenslubóka. Hin tillagau lagði fyrir, að skipuð yrði þriggja manna dómnefnd eftir nánari ákvæð- um til að dæma um hindrit þau, er fé- laginu kunna að bjóðast, eða óskað verður styrks til útgáfu á. 3. Erindi um afnám tolls á blaðtóbaki. Hreppsnefnd Skútustaðahrepps æskti eftir að Búriaðarþingið beitti sér fyrir að tollur á því blaðtóbaki, sem notað er til lækninga á ormaveiki í sauðfé, yrði af- numinri. Búfjárræktarnefnd lagði til, að tollur á tóbaki þessu yrði afnuminn. Sveitastjórn- ir annist innkaup fyrir hrepp sinn á tó- baki, í þessu augnamiði, og sé tollur reiknaður út og krafinn sem áður, en endurgreiðist hreppsfélögunum. Tillögur þessar náðu samþykki Búnað- arþingsins. 4. Breytingar á skipulagsskrá Þorleifs- gjafarsjóðsins. Sjóður þessi er stofnaður 16. febr. 1861 af hreppstjóra Þorleifi Kolbeinssyni á Stóru Háeyri. Gefur hann þá sem stofn- fé hálfa jörðina Hæringsstaði í Flóa og hálflendurnaf í hjáleigum þeim, er jörð- inni fylgja. Tilgangur sjóðsins er að efla búnaðar- framfarir til lands og sjávar í Eyrar- bakka- og Stokkseyrarhreppi. Reglugert sjóðsins mælir svo fyrir, að nokkrum hluta af afgjaldi þessara jarða skuli varið til verðlauna til þeirra bænda, er mestan dugnað sýna í að bæta búnað- arháttu í hreppnum annað hvort með jarðabótum eða öðru.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.