Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1927, Side 14

Freyr - 01.03.1927, Side 14
32 F R E Y R Reinsch til að starfa það ár að fram- haldsrannsóknum og veitti Alþingi 3000 kr. styrk til þeirra. Vegna veikinda Dr. Reinsch bað hann um eins árs frest. Búnaðarþingið var mjög á einu máli um að nauðsyn hæri til að rannsóknum þessum yrði haldið áfram. Æskti þess að Iandsstjórnin greiddi til þess þær 3000 kr., sem lofað hafði verið, ella endurnýj- aði þá styrkveitingu nú á Alþingi. Þá heimilaði Búnaðarþingið B. í. að greiða úr sjóði félagsins þann kostnað hérlendis við rannsóknirnar, sem umfram kynni að verða styrkveitingu ríkisins. Þá æskti Búnaðarþingið þess að samvinna tækist milli Pálma Hannessonar kenn- ara á Akureyri og Dr. Reinsch, í þeim tilgangi að Pálmi Hannesson héldi þess- um rannsóknum áfrarn síðar. Heimilaði þingið fjárveitingu til þessa. Búnaðarþingið mælti mjög eindregið með að á fjárlögum ríkisins yrði veitt fé til að búa til laxastiga í Lagarfljót. 12. Erindi um nothæfi hérlendra leir- tegunda til pípugerðar. Erindið kom frá Halldóri Vilhjálms- syni. Búnaðarþingið heimilaði Búnaðarfé- lagi íslands að láta rannsaka helstu leir- tegundir hérlendis, með það fyrir augum að fá vitneskju um nothæfi þeirra til lokræsagerðar. Hér er mál, sem vert er allrar athygli, og krefst skjótrar úrlausn- ar. Freyr mun fylgjast með því sem ger- ist í því og skýra frá árangrinum. 13. Breytingartillögur við jarðræktar- lögin. Samþyktar voru nokkrar tillögur til breytinga á jarðræktarlögunum. Þau eiga að endurskoðast fyrir 1928 eins og kunn- ugt er. Búnaðarþingið leggur til, að umsjón með framkvæmd nllra ræktunarmála sé í höndum Búnaðarfélags íslands, sé lán eða styrkur úr ríkissjóði veittur til þeirra. í stað þess er nú framkvæmd þessi í sumum tilfellum falin öðrum sér- staldega (t. d. Flóaáveitan o. fl.). Það leggur einnig til, að sú breyting verði ger um rétt atvinnumálaráðuneytis- ins til að skipa meiri hluta (2 af 3) í stjórn B. f. eftir tillögum landbúnaðar- nefnda Alþingis, að það framvegis skipi aðeins einn stjórnarnefndarmann og annan endurskoðenda að reikningum fé- lagsins. Þá vill Búnaðarþing hæta því ákvæði í lögin, að sérhver sá, er á rétt að fá styrk eftir lögunum, sé félagi hreppsbúnaðarfé- lags. Þá voru og samþyktar tillögur um að í lögunum sjálfum skuli styrkur fast- ákveðinn fyrir. hvert metið dagsverk. Skuli greitt fyrir dagsverk i: Áburðar- húsum og safnþróm kr. 1.50. Túnyrkju kr. 1.00. Matjurtagörðum kr. 0.80. Lágmarksstærð garðanna er hlotið geta styrk þennan vill Búnaðarþing færa niður í 200 metra2 úr 400 m2. Þá er tillaga um að styrkur skuli einn- ig veittur á byggingu votheystófta 50 aurar á metið dagsverk. Þá var ákveðið að leggja til að ákvæð- in um skyldudagsverkin falli niður en þau eru 10 fyrir hvern verkfæran mann og 5 hjá fátækum einyrkjum. Ákvæði vill það aftur setja um að minni vinna en 5 dagsverk njóti ekki styrks eftir lögunum. Þá leggur Búnaðarþingið til að bætt verði nokkrum ákvæðum við um rétt leiguliða á þjóð- og kirkjujörðum, til að vinna af sér jarðarafgjökl með jarðai'bót- um. Jarðabætur, sem ábúandi greiðir með landsltuld og leigu skulu metnar til slíkr- ar greiðslu helmingi minna heldur en ella, en dagsverk skulu metin eftir gild-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.