Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1927, Page 18

Freyr - 01.03.1927, Page 18
36 F R E Y R og styrkir bændur, samkvæmt jarðrækt- arlögunum allmyndarlega til haughúsa- bygginga. Það er því allrösklega unnið að umbótum á áburðarhirðingu, og er það gleðilegt. En vert er að minnast þess, að hirðingin er aðeins önnur hliðin á hag- nýtingu áburðarins, hin, og sú sem mest veltur á að lokum er,að áburðurinn sé notaður þannig, að frjóefnin komi jurt- unum að gagni. Með bættri áburðarhirð- ingu forðum við tapi á auðleystustu og verðmestu frjóefnasamböndum áburðar- ins; en það eru einmitt þau samböndin, sem hættast er við að glatist, ef áburður- inn er ekki notaður réttilega. Alt getur því borið að sama brunni. Haughúsin, sem kostað hafa stórfé, og hafa geymt meg- inhluta frjóefnanna, koma ekki að tilætl- uðum notum, vegna þess, að frjóefnin glatast áður en jurtaræturnar ná til þeirra, og af því að gamlar og úreltar aðferðir eru viðhafðar. Samfara betri hirðingu, ríður því enn meira á því, að nota áburðinn réttilega. Slíkt hefur algerlega verið vanrækt hér hjá okkur. Við vitum ekkert um hvernig hagkvæmast er að nota búfjáráburð á graslendi. Öll notkun hans virðist byggj- ast á blindum vana, en ekki á reynslu. Og um tilraunir á því sviði er ekki að ræða. Þetta skal röksutt lítið eitt, Haust- breiðsla og vorbreiðsla eru notaðar jöfn- um höndum um alt land. 1 sömu sveit- inni, við öll sömu skilyrði eru þær not- aðar að jöfnu. Nú er um svo mikinn mun að ræða, að telja verður víst, að á sama stað hefur önnur aðferðin yfirburði yfir hina, en slíkt hafa menn ekki gert sér Ijóst. Sumir halda jafnvel með vetrar- breiðslu, þó ótrúlegt sé. En þetta bendir einmitt til þess, að það sé vaninn, sem mestu ræður um þetta, en hafi ekki við reynsluvísindi að styðjast. Tilraunir þyrftu að svara því hver breiðsluaðferðin væri hagkvæmust í hverju bygðarlagi. Og því meir, sem kostað er til geymslu á- burðarins, því nauðsynlegra er að taka það atriði til yfirvegunar og úrlausnar. En þótt slíku verði ekki fullsvarað nema með tilraunum, má þó benda á ýmislegt, sem mælir með hvorri aðferð- inni fyrir sig. Alt bendir til þess að sín aðferðin eigi við í hverju bygðarlagi og það sem mestu ráði þar um sé veðr- áttufarið. Þar sem snjór liggur á jörðu mestan hluta vetrar, en þurkar eru tíðir á vorin, mun haustbreiðslan heppilegri. Því að stundum verður að raka mestum hluta áburðarins af túninu aftur, ef vorbreiðsla er viðhöfð. En því aðeins er haustbreiðsl- an nothæf, að jörðin sé þýð þegar áburð- urinn er borinn á hana. Að bera á frosna jörð, hvort heldur er að hausti eða vetri er óhæft. Regnvatn og leysingavatn skola þá öllum auðleystustu efnuin áburðarins burtu. Aftur á móti á stöðum, þar sem jörðin er snjóber mestan hluta vetrar, en næg- ar rigningar oftast um gróðrartímann á vorin, þar mun vorbreiðslan heppilegri. Ef hratað er um túnin á haustin á slík- um stöðum hljóta öll auðleystustu frjó- efnin að tapast. Regnvatnið skolar um á- burðinn, leysir upp efnin og ber þau burtu með sér, svo aðeins hratið er eftir, sem oft gerir lítið annað gagn en veita nýgræðingnum skjól. Samkvæmt þessum ályktunum ætti haustbreiðslan að vera betri í mörgum héruðum á Norðurlandi, en vorbreiðslan heppilegri víða sunnan- lands. Víða hefur tíðkast að flytja á- burðinn út að hausti og láta hann liggja í smáum, óviðgerður hlössum um vetur- inn. Slíkt er ein stærsta synd sem hægt er að drýja um notkun áburðarins. Það verður að moka lir honum jafnótt og hann er fluttur lit, og gæta þess að dreifa hon-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.