Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1927, Page 22

Freyr - 01.03.1927, Page 22
40 F R E Y R slægju frá 5.—20. júní, eða um það leyti að kúm er slept út. Þessa tegund er best að rækta á framræstri mýrajörð, eða góðu mólendi. Til grænfóðurræktun- ar er best að breiðsá fræinu 45—50 kg. á ha. Fyrsta árið gefur hún lítið af sér, en árið eftir er hún hæf til grænfóður- notkunar. Áburðarmagnið fer nokkuð eftir því, hvort landið hefur verið rækt- að áður og með hvaða jurtum. I ný- brotna jörð mun ekki veita af 100—150 vagnhlössum á ha. af búpeningsáburði (ekki notað skjólsáð) eða 250 kg. 37% kalíáburður, 400 kg. superfosfat og 300— 350 kg. norskan saltpétur. Hér er gert ráð fyrir miklum áburði, en þess mun venjulega vera þörf svo að tegundin verði þróttmikil strax á fyrsta ári. Önnur grænfóðurjurtin sem hér mun hafa mesta þýðingu eru sáðhafrarnir og ætlast ég til að hún fullnægi að nokkru eða öllu leyti grænfóðurþörfinni þegar liðið er fram að túnaslætti. Hafrar geta sprottið vel á flestum jarðvegstegundum, þó cinna best á framræstum, góðum mýr- arjarðvegi og frjóum leirmóum. Hafragrasið, ef það er slegið á blóm- skeiði eða fyr, er næringarríkt og gott fóður. Best er að sá höfrunum snennna á vorin, helst í byrjun maí. Sáðmagn er hentugast 200—250 kg. á ha. og áburðar- magn er hæfilegt 100—150 vagnhlöss á ha. eða 250 kg. kalíáburður, 400—450 superfosfat og 400 kg. norskur saltpétur á ha. Ef sáð er 1.—5. maí má gera ráð fyrir, að hægt sé að byrja að slá þá síð- ast í júní eða byrjaðan júlímánuð. Til þess að hafa hafrana á líku þroskastigi til fóðrunar eru 2 leiðir færar. Fyrsta leiðin er að byrja að slá hafr- ana þegar þeir eru 25—35 cm. háir, get- ur þá orðið allmikill háarvöxtur. Ef þeir eru slegnir mikið hærri, verður eftirvöxt- urinn stjáll og lítill. Með þessum hætti er hægt að fá grænfóður nægilega ljúffengt og ekki úr sér sprottið. Hin leiðin er sú, að sá þeim á mis- munandi tíma, ræður þá sáðtíminn nokkru um hve þroskaðir þeir verða yfir sprettutímann. Sá mætti t. d. 1.—5. maí, 20.—25. maí og 10—15. júní. Ýms hafra- afbrigði hafa verið reynd í Gróðrarstöð- inni s. I. ár, flest eru það góð afbrigði, svo mismunurinn á eftirtekjunni hefur orðið lítill. Sem góða og nokkuð strá- stífa sáðhafra vil ég benda á: Svalöf sigurhafra, Sv. orginal sigur- hafra, Engelbrektshafra og Svalöf orginal Mesdag er hafa gefið af sér 28—30 tonn grænfóður af ha. (einslegið). Þriðji flokkur grænfóðurjurta, sem lík- legt er að nothæfar séu í grænfóðurrækt- inni hér, eru ertur og flækjur af belg- jurtaættinni. Ég vil benda á hvernig ég hefi hugs- að mér fyrirkomulag grænfóðurræktarinn- ar ef vér tækjum belgjurtirnar ásamt þeim tegundum, sem vér höfum hingað til rækt- að sem grænfóðurjurtir. Það verður verkefni tilrauna vorra að skera úr hvort sú leið er ég bendi á verði heppileg eða ekki. Þeir, sem búa á hinum nýstofnuðu ný- býlum, þurfa að koma á hjá sér græn- fóðurrækt, er geti bætt úr hinu takmark- aða landrými, er þau hafa, á þann hátt, að eigi þurfi að beita um of á nýrækt- aða túnið. Ég hefi hugsað mér, að grænfóðurrækt- uninni yrði hagað þannig: Á nýbýli, er hefir 4 kýr, ætti um 1800 nr. af háliðagrasi og um 3500 m2 af höfrum og ertum að geta gefið af sér 10—11000 kg. grænfóður yfir sum- arið, ef ræktun og hirðing er i góðu lagi, eða 112—123 kg. grænfóður á dag í 90 daga; með lélegum bithaga eða kjarn-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.