Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 28
46
F R E Y R
því að gangast fyrir slíkri sjóðstofnun,
sein hér um ræðir, gætu menn sýnt að
þeim lægi framtíðarvelferð sveitar sinn-
ar á hjarta. •—- Að endingu vil ég svo
minna unga fólkið — er kynni að sjá
þessar línur — á það, að eyða ekki í ó-
þarfann, en safna til elliáranna og ef það
legði fyrir 28 aura á dag' yfir eitt ár,
yrðu það rúmar 100 krónur yfir árið, en
hversu margur æskumaður eyðir ekki
mörgum 28 aurum í óþarfa á dag yfir
árið“.
„Freyr“ vill undirstrika þessi heilræði
frá gamla manninum og dylst þess ekki,
að hér ræðir urn eitt hið allra mesta
nauðsynjamál sveitanna — að afla sér,
með hægu móti starfsfjár, og virðist að-
allega þurfa til þess hinn góða vilja.
J. II. Þ.
Landnám.
Vikublaðið „Dagur“ á Akureyri getur
þess að Ungmennasamband Þingeyinga
hafi á síðastliðnu sumri stofnað sjóð er
heitir Landnámssjóður, og er ætlunar-
verk hans að stuðla að nýbýlarækt í hér-
aðinu. Hér er með sjóðstofnun þessari
stigið spor í rétta átt. Virðist mjög vel til
fallið að ungmennafélög sveitanna vinni
að þessu máli. Hafa nú félög þessi gefið
öðrum félögum lofsamleg fordæmi og má
vona að önnur ungmennafélög eða sam-
bönd þeirra stofni til samskonar athafna.
Fyrir forgöngu Sæmundar Kristjánsson-
ar, sem nú er bóndi á Vatnsleysu á Vatns-
leysuströnd, var byrjað að byggja nýbýli
í Leirhafnarlandi á Sléttu árið 1910. Girti
hann þá af um 7 ha. svæði til túns, sem
nú er nær alt orðið slétt og komið í
rækt. Árið 1919 bygði hann íbúðarhús á
býlinu og er nú orðið húsað þar að öðru
leyti og bygt haughús. 1925 seldi Sæmund-
ur bræðrum sínum nýbýlið, þá hann keypti
Vatnsleysu. Nú búa fjórir bræður Sæmund-
ar á Leirhöfn og nýbýlinu, á býlið óskift
beitiland ineð aðaljörðinni. Sæmundur
hafði jarðnytjar af aðaljörðinni meðan
hann var að koma nýbýlinu upp.
Garður í Núpasveit er nýbýli í Brekku-
landi, frumbýlendur Guðmundur Ingi-
mundarson og Þorbjörg Sigurðardóttir. Um
1905 byrjuðu þau að rækta býlið og áhöfn
hafa þau nú 1—2 kýr og 100 ær, auk lamba
og hrossa. Hvorttveggja er þetta laglega af
sér vikið.
Ás í Núpasveit, nýbýli, bygt í Snarta-
staðalandi. 1911 var bygt þar hús yfir
héraðslækni. Nú er þar læknir Jón Árna-
son frá Garði við Mývatn. Vinnur hann að
því að rækta þar tún og koma þarna upp
laglegu býli.
Sunnuhvoll er eitt nýbýlið við Reykjavík.
Frumbýlendur Pétur Hjaltested og Katrín
Lárusdóttir. Pétur fékk þarna fyrst land-
skika hjá bænum 1903 og byrjaði að rækta.
Var það kviksyndis mýrardíki og grjótholt.
Síðan hefir Pétur bætt við sig landi smátt
og smátt og hefir til umráða nálægt 80 dag-
sláttum, og hefir nú komið í ágæta rækt 60
dagsláttum. Verður þessa býlis getið nán-
ar síðar.
J. H. Þ.
Jaröabæturnar 1925.
Þau gleðitíðindi getur „Freyr“ flutt í
þetta sinn, að nýuppgerðar jarðabóta-
skýrslur frá árinu 1926 (jarðabætur unn-
ar 1925) sýna meiri jarðabótaframkvæmd-
ir en nokkru sinni áður.
Alls hafa 172 búnaðarfélög sent skýrsl-
ur, og hafa samkvæmt þeim verið unnin
af félagsmönnum 332.945 dagsverk, og