Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 31

Freyr - 01.03.1927, Blaðsíða 31
F R E Y R 49 Jarðabætur samkvæmt II. kafla jarðræktar- laganna (áburSarhús, túnrækt og garð- rækt). Þær jarðarbætur eru einnig um þriðjungi meiri en í fyrra, eða 187878 dags- verk, eins og yfirlitsskýrsla sú sýnir, sem hér er prentuð, og er ríkissjóðsstyrkurinn (sem borgast á til jarðabótamannanna) samkvæmt henni kr. 176.583.20. Þá hafa verið unnin 4768 dagsverk til landsskuldargreiðslu á 92 kirkjujörðum og 805 dagsv. á 20 þjóðjörðum, og er það nær eingöngu túnrækt. Alls hefir því ver- ið unnið að áburðarhúsum, túnyrkju og garðrækt 193451 dagsv. árið 1925. Til skýringar við yfirlitsskýrsluna má taka fram: Félög eru þar talin 180, en þar í eru nokkrir hreppar sem sendu skýrsl- ur, er hafa ekki starfandi félög. Jarða- bótamenn eru taldir 2280, en það eru að eins þeir, sem unnið höfðu meira en frá- drætti nam. Hinir, sem minna höfðu en nam frádrætti, eru ekki taldir, en þeir munu vera milli 2 og 3 hundruð. Innan hreppabúnaðarfélaga hefir niest verið unnið í Búnaðarfél. Mosfellssveitar, eða 16203 dagsv. En þar af er rúmuií hehningur unninn á búum Thor Jensens á Korpúlfsstöðum og Lágafelli og er það mest vélavinna. Næst er Jarðræktarfélag Reykjavíkur með um 10000 dagsverk, sem einnig er mikið vélavinna. Af kauptúnum er Húsavík hæst, með' 1835 dagsv. hjá 35 mönnum. Flestir eru jarðabótamenn í Búnaðarfél Svarfdæla, eða 49. Fréttabréf úr sveitunum. Úr Breiðafjarðareyjum. Það verða ekki margir til þess, hér á Breiðafirði, að gerast tíðindamenn blað- anna. Mér hefir þó dottið í hug að senda „Frey“ dálítinn fréttapistil héðan af firð- inum, í þeirri von að hann vildi taka hann í bréfasafn sitt, það er hann birtir mönnum til fróðleiks og skemtunar. Fyrst er þá að minnast á tíðarfarið. Síðastliðið suxnar mun frá náttúrunnar hendi ekki hafa verið betra en í rneðal- legi í heild sinni, a. m. k. hér um Breiða- fjörð. Alstaðar voraði þó með fyrra móti og var vorið bæði langt og gott. Fénaður fór því snemma af gjöf og heyfyrningar frá vetrinum urðu því talsverðar víðast hvar. Lamba og fénaðarhöld voru góð. Æðarfugl fjölgar nú með hverju ári hér í eyjum; dúntekja varð þvi með besta móti í vor. Selveiði í góðu meðallagi eða vel það. Stundum undanfarið hefir það viljað brenna við, að nokkrir „heiðursmenn“ hafa „blótað á laun“ — skotið sel í pukri — en ekki alt af verið svo hepnir að ná því er þeir hafa skotið, svo þeir grákollóttu hafa rekið til og frá um fjörðinn. En nú í sumar og haust hefir engan skotinn sel rekið hér í nágrenni. Það ber vott um vaxandi löghlíðni og siðmenningu hjá nágrönnunum og spáir góðu um framtíðina. Hrognkelsi veiddust sæmilega þar sem veiðin var stunduð. Þetta er þá það helsta, sem um fyrri- hluta sumarsins — vorið — er að segja, og er það alt gott og blessað. En svo kom eðlilega síðari hlutinn — heyanna- tíminn og haustið — og versnaði þá held- ur samlyndið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.