Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 32

Freyr - 01.03.1927, Qupperneq 32
50 F R E Y R í byrjun júlí, eða með slætti, spiltist tíðarfarið stórlega. Rokstormar og áköf votviðri geysuðu nær því látlaust alt sum- arið upp frá því. Slik tíð er hvergi hent- ug til heyöflunar, en allra síst hér á Breiðafirði. Hér er bygðinni þannig hátt- að, að undir hverja bygða ey liggja fleiri eða færri sináhólmar og eyjar sem heyj- aðar eru, og þarf síðan að flytja heyið til heima-eyjarinnar á opnurn bátum og skipum. Slíkt er erfitt og seinlegt nema í góðri tíð, og gekk því ekki sem ákjósan- legast í sumar. En þrátt fyrir þessa mjög svo óhent- ugu tíð, var þó grasspretta hér í eyjum og annarstaðar * á þurlendi með betra móti. Heyfengur varð því í ineðallagi að vöxtum, nýting til nokkurrar hlítar, en gæðin eru ekki fullreynd enn. — En alt virðist þó benda til þess, að hey séu mjög létt til fóðurs. Kofnatekja var mjög mikil hér í eyj- um alt fram á síðustu áratugi, en er nú að mestu lögð niður. Flestir hættir að taka kofu og þykir mér það afturför Veldur því að sjálfsögðu mest fólksleysi En Alþingi kvað líka hafa samþykt lög og konungur undirskrifað, þar sem bann-» að er að taka kofu með járnkrókum, og má vera að það dragi dug úr mönnum við drápið. En skyldi ekki mega nota króka úr eir cða kopar? Spyr sá er ekki veit. Flogið hefir það Iíka til eyrna þeim er þetta ritar, að upp væri fundið mjög lipurt og hentugt áhald til kofutekju, ei likist mjög almennri regnhlíf og væri nefnt „kofnahlíf“. Ekki hefi ég séð verk- færið eða vitað það notað og því síðui notað það sjálfur, enda heldur ekki drepið kofu síðan hin alþektu kofulög gengu í gildi. — En þeir sem fóru í kofna- far í sumar kofnuðu vel — fengu væna kofu og svo mikið sem þeir gátu hirt. — Sauðfé reyndist með lakasta móti til frálags í haust. Bráðapest er nú magnaðri hér en nokkru sinni áður, síðan farið var að bólusetja. Sömu fréttir berast úr næstu landsveitum. Það er langt frá því að vera örugg vörn gegn pestinni, þó tví-bólusett sé með hinu sterkara efni. Þarf nú að róa ölluxn árum að því að fá bóluefnið endurbætt frá því sem verið hefur hin síðustu ár. Fiskveiðar eru nú lítið stundaðar hér í hreppi. Að eins smábátum róið til fiskjar haust og vor úr Bjarneyjum og Flatey. Fiskur mun þó hafa verið nægur á grunn- miðum í haust, en stirt tíðarfar hamlaði mönnum mjög frá að nota þau gæði sem skyldi. Útgerð hefir þó verið rekin frá Flatey til skamms tíma en er nú hætt. Kaup- maður sá er útgerðina rak varð að hætta skömmu eftir stríðslokin, svo sem nú mjög tíðkast Um stéttarbræður hans. Sið- an liggja skip og bátar sem vogrek í fjörunni. Hús standa tóm eða fyllast rott- um, fiskreitir skemmast og fólk þyrpist til Reykjavíkur og annara stærri kaup- túna í atvinnuleit. — Þarna getur að líta dálítið brot af þjóðarauð fslendinga grotna niður og verða að engu og viðlíka „skaflar“ eru víst til sýnis til og frá um landið. — Mikil er stjórnsemin á voru landi, fslandi, — þarna liggja skip og bátar ónotaðir ársins hring, en fólkið gengur atvinnulaust í stórhópum. Sú þjóð getur ekki verið fátæk sem efni hefir á slíku búskaparlagi. Svo sem geta má nærri, þá eru ýms félög hér í eyjum, svo sem kvenfélag, (brennivíns-bindindisfélag, ungmennafélög og önnur tískunnar blóm, sem hvarvetna er nóg' til af. Eitt félag er það þó sem til- finnanlega vantar í eyjarnar, og það er

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.