Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Síða 33

Freyr - 01.03.1927, Síða 33
búnaðarfélag. Að vísu hafa orðið tals- verðar framfarir í búnaði hér, hin s. I. 20—30 ár, en þær hafa hvergi nærri ver- ið svo almennar sem skyldi. í nokkrum eyjum er húið að gera talsvert mikið að umbótum, en í öðrum harla lítið eða ekkert. Ég hygg að framfarirnar hefðu orðið jafnari og jafnvel meiri í heild sinni, hefði verið starfrækt búnaðarfélag hér hina síðustu áratugi. Verkefnið er nóg. Fleiri tugir hektara eru til af rækt- anlegu landi, sem að eins bíður þess að verða rifið í sundur og gert að grænum töðuvöllum. Plógur og herfi eru næsta sjaldséð verkfæri hér í eyjum. Áburðar- hirðing er fyrir neðan allar hellur. Heil- ar eyjar þarf að girða. Skilyrði eru góð til garðræktar o. s. frv. Framsýnn maður hefir sagt eitthvað á þá leið, að Breiða- fjarðareyjar mætti rækta sem aldingarð, og er meira satt í því en mönnum kann að virðast við fyrstu sýn. Samgöngur um norðanverðan Breiða- fjörð hafa aldrei verið góðar, en þó er mjög hæpið að þar hafi nokkurtíma ver- ið svo langt á eftir kröfum tímans né fullnægt svo illa þörfum manna, sem nú. Fyrst er það, að Flatey er mjög afskift ferðum Eimskipafélagsskipanna (Gullfoss kom 8 ferðir á Flatey síðastl. ár og þótti ekki of mikið (annað Eimskipafélagsskip kom ekki), en á nú að eins að koma 3 ferðir og' Lag'arfoss eina. Máske á Esja að bæta þessar ferðir upp svo viðunandi sé). Síðan hafa bátar þeir er gengið hafa á milli Flateyjar og innsveita fjarð- arins, verið svo óhæfir til þeirra ferða, að furðu gegnir að hlutaðeigendur skuli hafa látið bjóða sér slíkt. Fyrst og fremst hafa bátarnir verið alt of litlir, farið of fáar ferðir og síðan haft langt of fáa viðkomu- staði. Barðastrandarsýsla er mjög örðug yfir- ferðar. Hún er sundurskift og skorin af fjöllum og fjörðum, og í flestum hrepp- um sýslunnar er liggja að norðanverðum Breiðafirði er ekki einn einasti vegarspotti. Hesthófurinn og kindarklaufin hafa verið vegagerðarmeistarar þeirra hreppa til þessa. Enda vegargerð mjög víða afar- örðug sökum lítils undirlendis og snar- brattra hlíða í sjó fram. En hæfilega stórum mótorbát má sigla svo að segja að hvers manns dyrum. Það er því óhætt að fullyrða, að úr Barðastrandarhrepp, Múlahrepp, Gufudalshrepp og mestum hluta Reykhólahrepps væri hvergi hægra að sækja verslun en í Flatey, ef samgöng- ur væru sæmilegar. Vitanlega er þetta samgönguleysi mest þeim mönnum að kenna sein við þær eiga að búa. Hefðu þeir sýnt nógu ljósleg'a fram á ástandið og þörfina á umbótum, þá hefði þeim hlotið að verða eitthvað ágengt. Hefðu þeir unnið samhuga og sleitulaust að um- bótum á þessu þýðingarmilda máli, á um- liðnum árum, þá mundi böl samgöngu- leysisins ekki sverfa svo hart að þeim, sem það nú gerir. En því hefir ekki verið að fag'na. Það er fyrst nú eins og að myndast dálítill áhugi fyrir málinu. Nefnd hei'ir verið kosin í málið og fjár- söfnun hafin í hlutaðeigandi hreppum, en undirtektir manna eru misjafnar. Nefndin átti að útvega Lilboð eða jafnvel festa kaup á vönduðum, hæfilega stórum hát til ferðanna svo fljótt sem unt væri og undirbúa málið að öðru leyti. Nefndin hefir nú setið á rökstólum í heilt ár, en enn þá hefir ekkert frá henni heyrst og engir ávextir orðið sýnilegir af starfi hennar. Og guð einn má vita hvort hún nokkurn tíma leysir nokkurt nýtilegt verlc af hendi. Flestum nefndarmönnum er sennilega sama hvort nokkur fleyta skríð- ur um fjörðinn eða ekki; nema ef vera skyldi kaupmönnunum, að þeir sæu sér meiri hag í aukinni verslun við land-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.