Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1927, Síða 36

Freyr - 01.03.1927, Síða 36
54 F R E Y R Molar. Flóaáveitan 1926. Vinnan hófst um iniðjan apríl og end- aði um miðjan des. Allan tímann var unn- ið að aðal-aðfærsluskurði áveitunnar, og er hann nú svo langt kominn, að gert er ráð fyrir að veita á Flóann, snemma á koinandi vori. Þá voru og grafnir 6900 m. (24800 m3 að rúmmáli) af smærri skurð- um. Einnig .var gert mikið af brúm, stífl- um og flóðgörðum. AIls var á árinu unnið fyrir 220 þús kr. En frá byrjun eru komnar í fyrir- lækið alls kr. 1060.000. Enn er ógert nokkuð af stíflum o. fh, sem væntanlega verður lokið á komandi vori. Mjög mikið er enn ógert af flóð- g'örðum, svo gera má ráð fyrir að þeim verði ekki lokið fyr en eftir nokkur ár. Hinn 21. mars þ. á., hélt Biinaðarfélag Garða- og Bessastaðahrepps aðalfund sinn Störf félagsins síðastl. ár voru innifalin í þessu: Félagið gekst fyrir að útvega menn til plæginga og annarar vinslu undir sáning eða þaksléttun, lánaði félagsmönnum lir Ræktunarsjóði sínum, aðallega til áburð- arkaupa, hátt á 3. þús. kr„ 6 mánaða lán með 6% vöxtum, lánaði Kvenfél. Bessa- staðahrepps 300 kr. til kaupa á spuna- vél, keypti herfi fyrir 95 kr., hélt hrúta- sýningu og veitti 95 kr. til verðlauna bestu hrútum; greiddi árstillag til Búnaðarsamb. Kjalarness með 50 kr. og árstillag til fé- lagsins Landnám með 20 kr., tók þátt í garðyrkjusýningu í Hafnarfirði og gekst fyrir bændanámsskeiði sem haldið var í 3 daga (27., 28. og 29. janúar). Til náms- skeiðs þessa varði félagið rúmlega 140 kr. Var námsskeiðið með nokkru öðru sniði en tíðkast hefir. Umræðurfundir voru ekki haldnir að kvöldinu, en umræður leyfð- ar og fóru fram á eftir hverju erindi, strax er fyrirlesarinn hafði lokið því. Verða fyrirlestrarnir að bestum notum með þessu móti. Búnaðarfélagið lét gefa öllum er sóttu námsskeiðið, kaffi með brauði alla dagana, voru námsskeiðsgestir síðasta daginn um 100. Á námskeiðinu héldu fyrirlestra þessir menn: Einar Helgason þrjá fyrirl. um garð- yrkju, Sigurður Sigurðsson þrjá fyrirl. um jarðyrkju, Pálmi Einarsson þrjá fyrirl. um framræslu og áburð, Gunnar Árna- son tvo um fóðrun mjólkurkúa og mjólk- urmeðferð, Jón H. Þorbergsson tvo um atvinnuvegina og sauðfjárrækt, Eyjólfur Jóhannsson einn um mjólkurframleiðslu, Jóhannes J. Reykdal einn um félagsskap bænda. — Líkaði námskeiðið hið besta. Búnaðarfél. á nú hátt á 4. þús. krónur í Ræktunarsjóði sínum og um þús. kr. í fé- lagssjóði. J. H. Þ. Ódýr málning. — í blaðinu „Norsk Meie- ritidende" er getið um nýja tegund máln- ingar. 1 4 litra af undanrennu er hrært út 1 til 1,5 kg. af venjulegu portland cementi og síðan er sá litur látinn í, sem maður óskar ,(það þarf að vera þur litur, t. d. rautt eða gult okkur eða annað slíkt). Sagt er að þessi málning sé óvenjulega endingargóð, endist jafnvel 20 ár, og verji tré engu lakar en þó þrímálað sé með góð- um olíulit. Auk þess sé vandalaust að fara með hana, að eins þarf að gæta þess, að blanda ekki meira en notað er hvern daginn, og að hræra oft upp í ílát- iliu. Líklegt er að þessi málning sé ekki lak- ari á stein en tré, og væri ekki úr vegi að menn reyndu þetta nú í vor, því litlu er til kostað en mikið unnið ef vel reynist.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.