Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall Fremur dræmlega hefur gengið að afla efnis í Ljósmæðrablaðið að undan- förnu. Oft er það reyndar svo að nokk- ur óvissa er um útgáfu blaðsins vegna þess hve erfitt er að ná í greinar í það. Að þessu sinni var horfið að því ráði að grípa að nokkru til efnis úr gömlum ár- göngum í ríkari mæli en gert hefur ver- ið að undanförnu, en glefsur af gömlum fróðleik hafa mælst vel fyrir hjá lesendum blaðsins að því er best er vitað. Að þessu sinni endurbirtum við grein um fyrsta keisaraskurð á íslandi sem sögur fara af. Greinin var upphaf- lega tekin upp úr Þjóðólfi og prentuð í Ljósmæðrablaðinu 1962. Þá endur- prentum við Þjóðleg fræði eftir Baldur Jónsson cand.mag. frá Mel en sú grein birtist í þrem hlutum í 1,—3. tölublaði Ljósmæðrablaðsins árið 1960. Ekkja Baldurs og jafnframt ritstjóri Ljós- mæðrablaðsins um nokkurra ára bil, Jóhanna Jóhannsdóttir, veitti góðfús- lega leyfi til enduiprentunar þeirrar greinar. Tækifærið er notað til að þakka henni af alhug þennan greiða. Ljósmæðrafélaginu hefur borist bréf frá landlækni þar sem hann leggur til að ljósmæður skrifi faglega grein urn meðferð brjóstameina. Stjórn LMFÍ hefur vísað þessu erindi til ritnefndar eins og fram kom í skýrslu stjórnar á að- alfundi félagsins sem birtist í þessu blaði- Ritnefndin auglýsir hér með eftir ljós- móður eða ljósmæðrum sem vilja taka þetta verkefni að sér. Stefnt er að því að þriðja tölublað þessa árs komi út í september n.k. Til þess að svo megi verða þurfa ljósmæð- ur og það fleiri en ein að stinga niður penna hið skjótasta og miðla fróðleik til ljósmæðra og annarra lesenda blaðs- ins. Blaðið á jú að vera sá vettvangur þar sem við ljósmæður segjum reynslu okkar og ræðum hagsmunamál stéttar- innar. Því fleiri sem taka þátt í þeirri um- ræðu því betra. Bestu kveðjur- Ritstjórí■ 2 LJÓSMÆÐRABLAÐlO

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.