Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 27
hún að gera sér grein fyrir hvernig
svona jákvætt umhverfi geti m.a. litið
út (4).
1- Gott upplýsingaflæði.
2. Mikilvægi góðra samskipta viður-
kennt.
3. Engar smásmugulegar reglur regln-
anna vegna.
4- Jákvæð samskipti milli faghópa.
Nú langar mig að líta á hvernig um-
hverfið sem starfsfólkið vinnur í getur lit-
‘ð út, og hvort það ýtir undir þessi
jákvæðu samskipti sem rætt hefur ver-
'ð_um hér á undan.
I flestum tilvikum er unnin vakta-
vinna. Nokkuð mikið hefur verið rann-
sakað hvaða áhrif það hefur á fólk að
V|nna vaktavinnu, og niðurstöður gefa
úl kynna meiri veikindi og félagslega
einangrun en hjá öðrum. Fylgifiskur
vaktavinnufyrirkomulags er líka að
starfsmenn með lítil börn eða börn á
skólaaldri geta átt í basli með að fá full-
n*gjandi umönnun fyrir börn sín. Af
Pessu leiðir að margir eru þá í hluta-
starfi, sem þýðir að líkurnar á að hægt
Se kynnast t.d. sængurkonu vel og
ei9a mikil samskipti við hana minnka
verulega. Það eru alltaf nýjar konur
sem híða þín þegar þú kemur í vinn-
Una- A sama hátt þurfa skjólstæðing-
arnir alltaf að vera að kynnast nýju
° ki. þý vejS{ hvag bíður þín
Pe9ar þú kemur í vinnuna. Það er ekki
^Qt að skipuleggja fæðingarnar eins
°9 t>u getur skipulagt skrifstofuvinnu.
etta getur verið streituvaldandi og lík-
amlega erfitt.
Hvað með eyðni og fleiri smitsjúk-
°ma? Hvaða áhrif hafa þeir á vinnu-
Ljósmæðrablað1ð _______________________
aðstöðuna og hvaða áhyggjur fylgja
þeim? Alþjóðlegar rannsóknir sýna að
um helmingur eyðnismitaðra kvenna
ákveða að eignast barnið, þrátt fyrir að
þær vita að um það bil eitt af hverjum
þremur börnum smitast, annað hvort í
móðurkviði eða í fæðingu (5). Þetta
eru aðeins nokkur atriði sem hafa áhrif
á vinnuaðstöðu og þörfina fyrir jákvæð
samskipti milli allra hlutaðeigandi aðila.
Úrræði
I þemahefti um samskipti í Nursing
1988, er mikið talað um nauðsyn já-
kvæðra samskipta, en minna fer fyrir
hvernig sé hægt að efla þau (6). Þó eru
nokkrir afgerandi þættir sem hafa ber í
huga.
Nauðsyn þess að samskipti starfs-
fólks innbyrðis séu jákvæð er óumdeil-
anleg. Þau er hægt að efla með því að
fylgjast með líðan starfsfélaga ykkar á
sama hátt og þið fylgist með líðan skjól-
stæðinganna. Gefa þarf starfsfélaga
tækifæri á að ræða vandamál sín,
hvort sem þau eru faglegs eða persónu-
legs eðlis. Hérna verður vissulega að
fara þennan gullna meðalveg sem oft
er vandrataður. Hópstarf hefur verið
reynt inni á sjúkrastofnunum. Það sem
hefur gefist best er að hóparnir séu litlir
(ekki fleiri en 12), og að hafa hverja
starfsstétt saman í hópi. Það hefur
reynst erfitt að halda ,,virðingu“ sinni í
þverfaglegum hópi og á sama tíma tala
um vandamál í vinnunni. Það verður
að vera það mikið traust milli hópmeð-
lima, að hægt sé að láta í ljós áhyggjur
og efasemdir án þess að viðkomandi
missi virðingu sína sem persóna
og/eða fagmanneskja. I svona hópi er
ekki ætlast til að nein meðferð fari
________________________________ 25