Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 8
arsdóttur. Hún vekur athygli á því að gaman væri að setja upp Ljósmæðra- safn í Nesstofu á Seltjarnarnesi, en þar er verið að setja upp Læknasafn Eva S. Einarsdóttir og María Björns- dóttir hafa tekið að sér að vinna að þessu. Ef þið ljósmæður vitið um ein- hverja gamla muni og annað sem teng- ist ljósmóðurstarfinu vinsamlega hafið þá samband við þær. í janúar sl. kom út Handbók ljós- mæðra. Ritstjóri bókarinnar er Helga Birgisdóttir. Þetta er skemmtilegt fram- tak og fyrirhugað er að bókin verði gef- in út árlega. LMFI fékk til umsagnar þingsályktun- artillögu um íslenska heilbrigðisáætlun. Gerðar voru athugasemdir við tillög- una, m.a. við grein nr. 20 sem varðar mönnun á heilsugæslustöð. I nýju til- lögunni er talað um að lágmarksmönn- un sé læknir og hjúkrunarfræðingur, en við viljum að ljósmóðir sé líka tekin inn í myndina eins og var í eldri lögum. Síðastliðið sumar kærði Sigurbjörg Ólafsdóttir ljósmóðir til Landlæknis heilsugæslulækni fyrir ranga meðferð á brjóstameini. í framhaldi af því barst LMFÍ bréf frá landlækni þar sem hann leggur til að ljósmæður sendi frá sér fag- lega grein um meðferð brjóstameina. Þessu hefur verið komið til ritstjórnar Ljósmæðrablaðsins. Lífeyrissjóður ljósmæðra hefur verið til umfjöllunar við Fjármálaráðuneytið. Stjórn LMFÍ leggur til að sjóðurinn verði lagður niður og lífeyrisþegar gangi inn í Lífeyrissjóð ríkisstarfsmanna. Stjórn sjóðsins hefur ekki komið saman síðan 1978. Því þarf að kjósa nýja stjórn og ber LMFÍ að tilnefna 2 fulltrúa. Ljósmæðranemar vinna nú að rann- sóknum. Ákveðið er að kanna mat ljós- mæðra á hinum ýmsu verkjalyfjum sem notuð eru í fæðingu. Nemarnir fóru fram á styrk frá LMFI. Veitt var 15.000. Ennfremur fá þær þann að- gang að skrifstofu félagsins sem þær þurfa. Rannsóknin þarf að ná til 100 ljósmæðra. Það eru tilmæli félagsins að ljósmæður sem fá sendar óskir um þátttöku í haust sinni því vel. Ólafía Guðmundsdóttir var fulltrúi LMFI á Norðurlandaþingi ljósmæðra, sem haldið var í Finnlandi sl. vor. Stjórnarfundur Norðurlandasambands Ljósmæðra, NJF, verður haldinn í Reykjavík um hvítasunnuna. LMFI býður þessum erlendu gestum til kvöld- verðar í Viðey laugardagskvöldið 2. júní. Þær ljósmæður sem hafa áhuga á koma með eru velkomnar. Alþjóðasamband ljósmæðra, ICM, heldur heimsþing í Japan í haust. Búið er að auglýsa það vel í blaðinu okkar en áhugi virðist lítill. LMFÍ tók þátt í ,,heilsudögum“, en þeir voru haldnir í Kringlunni í mars með svipuðu sniði og undanfarin 2 ár. Samtök um kvennaathvarf leituðu eftir stuðningi félagsins. Ákveðið var að LMFI gerðist styrktaraðili og greiðir fimmfalt árgjald, sem nú er kr. 6.000. Símanúmer á skrifstofu félagsins verður breytt með útkomu nýrrar síma- skrár. Verður 617399. 6 LJÓSMÆÐRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.