Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 26
óvart (2). Það hafði komið í ljós að í til- tölulega fáum rannsóknum höfðu sjúkl- ingarnir verið spurðir beint hvernig þeir vildu hafa umönnunina. I þessari rann- sókn voru bæði sjúklingar og starfsfólk spurt. I mörgum tilfellum voru sjúkling- arnir og starfsfólkið sammála um hvernig þjónustan ætti að vera, en það kom líka fram að sjúklingarnir höfðu hvað mestan áhuga á að starfsfólkið kynni sitt fag, t.d. að sprauta. Starfs- fólkið svaraði hins vegar, að það sem mestu máli skipti væri að hlusta og styðja sjúklinginn. Þetta þarf nú kannski ekki að koma á óvart. Maður getur haft trú á faglegum hæfileikum án þess að kunna við manneskjuna, og á sama hátt þarf maður ekki að treysta því að manneskja kunni sitt fag þó hún sé af- skaplega elskuleg. Þarna þarf að fara saman traust á faglegri getu og mann- eskjunni. Kvíði og áhyggjur Ef athugað er hvað á sérstaklega við um ófrískar konur og fæðandi konur, þá kemur fram í rannsókn sem gerð var í London á 66 konum sem voru að fæða sitt fyrsta barn hvað þær óttuðust mest (3). Langflestar óttuðust að eitt- hvað væri að barninu. Þetta kemur engum á óvart, og hafa verður þetta í huga í allri umgengni við þær. Kvíðnir einstaklingar meðtaka illa fræðslu og eru mjög viðkvæmir ef þeir halda að eitthvað sé verið að gefa í skyn, en ekki sagt beint út. Sem dæmi mætti hugsa sér að konunni er sagt að það þurfi að bíða eftir fleiri niðurstöðum til að geta gefið ákveðið svar. Kvíðin manneskja væri líkleg til að túlka þetta svar þannig að greinilega væri eitthvað svo alvar- 24 ___________________________________ legt að, að það þyrfti að gera fleiri próf- anir. Vissulega getur þessi manneskja haft rétt fyrir sér, en það getur alveg eins verið að þessar prófanir séu hluti af þeirri eðlilegu atburðarás, sem í dag- legu tali kallast rútína. Hérna er því mjög nauðsynlegt að greina kvíðann og útskýra málin, ekki bara einu sinni, heldur oftar ef þörf krefur. I sömu rannsókn kom fram að þriðj- ungur fæðandi kvenna eru hræddar við sjálfa fæðinguna, en halda að það sé kvíði sem ekki á að láta uppi. Hin vel skipulagða foreldrafræðsla sem við höfum á Islandi er það besta sem til er til að vinna bug á kvíða í sambandi við sjálfa fæðinguna. Og auðvitað gildir í þessum tilfellum það sama og við alla sem koma inn á sjúkrastofnun, að það þarf að taka á móti þeim á viðeigandi hátt. Það getur stundum verið hægara sagt en gert að gera sér grein fyrir kvíða hjá annarri manneskju, og þá sérstak- lega hvort um mikinn kvíða sé að ræða. Sumum tekst að breiða yfir hann, og geta þá virst afslappaðir. Aðrir hegða sér þannig að það sést á færi að þarna er kvíðin manneskja, en það þarf ekki að þýða að styrkleiki kvíðans sé meiri en í fyrra dæminu. Það er ekki nóg að hlusta og gefa góð ráð. Það þarf að fylgjast með augnaráði, líkamsbeitingu og fleiru sem ekki er sagt með orðum. Umhverfi og aðstæður Umhverfið verður að bjóða upp á að fólki sé gert kleift að þora að láta í ljós tilfinningar sínar, áhyggjur og gleði. Það gildir það sama hvort um er að ræða samskipti milli fæðandi konu og ljósmóður eða milli ljósmæðra innbyrð- is. I grein eftir Ann Tomlinson reynir 1—IÓSMÆÐRABLAÐ1Ð

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.