Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 22
brauð, sykur, smjör og stundum fiskilif-
ur, var tugginn og settur í léreftsrýju,
síðan var bundið fyrir ofan tugguna og
þessu síðan stungið upp í hvítvoðung-
inn, og hann síðan saug og tottaði.
— Afar snemma, jafnvel á fyrstu dægr-
unum var farið að tyggja í börnin, og
það hvaða mat, sem til féll, kjöt, fisk,
brauð o.s.frv. Slíkt mataræði var börn-
unum ekki heppilegt eins og gefur að
skilja, og mun fjöldi barna hafa dáið af
þessum ástæðum. Hvort tveggja, að
tyggja í börn og dúsan, er nú fyrir löngu
úr sögunni, en mun þó hafa þekkzt
fram á þessa öld.
Horrebow (um miðja 18. öld) segir,
að börn séu höfð í reifum 9—10 vikna
tíma, en slíkt mun a.m.k. ekki hafa ver-
ið algengt, og víðast munu þau ekki
hafa verið höfð í reifum lengur en viku
til hálfan mánuð og var þá farið að
klæða þau. Víðast voru börnin þvegin
nokkrum sinnum fyrstu vikurnar, en
nokkur misbrestur mun samt víða hafa
verið á því, að hreinlætis væri gætt svo
sem skyldi. Börn þjáðust því víða af
skinnleysi og húðveiki. Við því var
höfð barnamold eða Pétursmold til að
dreifa á húðleysurnar og þerra vætuna
úr þeim. Moldin var hreinsuð og búnar
til úr henni kökur og þær síðan muld-
ar, þegar nota þurfti. Sumir segja, að
barnamold af Skaga væri bezt. Þá var
einnig notuð í þessu skyni svokölluð
mánamjólk, en það er gráhvít leirlög úr
mó, og var nefnd barnaaska, þegar
hún var notuð í þessum tilgangi. Bezt
þótti að bera sauðarjóma á hörundið
undir öskuna, að sögn Eggerts Ólafs-
sonar. Þá mun það hafa tíðkazt, eink-
um í Þingeyjarsýslu, að maka líkama
20 _______________________________________
ungbarna daglega í nýju smjöri. Hefir
það átt að styrkja þau og gera hlýrra.
I tilskipun um húsagann á Islandi frá
1746 er svo fyrir mælt, að ekkert barn
megi skíra nema í kirkju, nema líf barns-
ins væri í yfirvofandi hættu, og lá sekt
við, ef skírnin dróst lengur en 7 daga.
Þessu boði mun lengi vel hafa verið
hlýtt af samvizkusemi, en ekki munu
slíkar kirkjuferðir að vetrarlagi hafa ver-
ið hvítvoðungunum heilsusamlegar,
og mun mörgum hafa orðið það fyrsta
og síðasta ferðin í lifandi lífi. Með tím-
anum fór það samt að tíðkast, að börn-
in væru skírð heima, enda var það
leyfilegt, ef börnin voru veik, enda hefði
presturinn skírnarfatið úr kirkjunni með
sér. Smám saman var þá einnig farið
að skíra börnin heima, þótt heilbrigð
væru. — Oft voru börnin skírð á fyrsta
eða öðrum sólarhring ævi sinnar, og
var það þá gert við rúmstokk móður-
innar, eftir að sú venja komst á að skíra
heima. Var þá venjulega um leið hald-
in skírnarveizla, ef nokkur tök voru á
slíku af efnaástæðu. Boðið var vinum
og vandamönnum, etið og drukkið og
gert sér glatt í geði. Borin var fram steik
eða heitt hangikjöt og brennivín drukk-
ið með. Um nafngift er ekki margt að
segja, almanaksnöfn hafa aldrei komizt
í tízku hér á landi. Börn voru tíðast
nefnd eftir öfum sínum og ömmum
eða öðrum ættingjum, og þannig við-
haldið gömlum ættarnöfnum, eins og
venja er enn í dag. Ef foreldrar misstu
barn og fæddist síðan annað sama
ljósmæðrablaðið