Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 20

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 20
eftir 2—3 daga. Nokkuð mun þó hafa verið misjafnt, hvernig konum heilsað- ist eftir barnsburð, og ekki virðist kon- unni, sem borðaði upp úr fjögurra marka aski af baunum, þegar hún var nýbúin að ala barn, og varð gott af, hafa verið fisjað saman. Þegar fréttist um nágrennið, að ein- hvers staðar væri fjölgað, þyrptust grannkonurnar þangað til að færa hertni á sængina, sem kallað var, færðu henni brauð, ket, smér, magál, sperðil og alls konar handhægan mat, allan soðinn og tilbúinn, til þess að kon- an þyrfti ekki að svelta, á meðan hún lægi á sæng. Þessi siður mun hafa tíðk- ast a.m.k. á Suðurlandi fram yfir alda- mót. Að siður þessi er gamall hér á landi, sést m.a. af því, að í Droplaugar- sögu er sagt, að Droplaug hafi drukkn- að á heimleið úr ferð, er hún sam- kvæmt þeirra tíma sið var að færa sængurkonu mat. I nágrannalöndum okkar var venja að færa sængurkonum sérstaklega gerðan graut, og virðist sá grautur vera tengdur trúnni á örlaga- nornirnar þrjár, Urði, Verðandi og Skuld, sem spunnu mönnum örlög. í Helgakviðu Hundingsbana segir frá því, að um nóttina, þegar Helgi fædd- ist, komu nornir, er skópu honum ald- ur: ,,Nótt varð í bæ / nornir kómu / þær er öðlingi /aldr um skópu; / þann báðu fylki / frægstan verða / ok buðl- unga / beztan þykkja. Enn þá um miðja síðustu öld var fyrsta máltíð sængurkonu nefnd norna- gryten í Færeyjum. í Setersdal í Noregi mátti sængurkonan aðeins neyta graut- ar fyrstu þrjár vikurnar eftir barnsburð, einnig þar nefndist grauturinn norna- grod. Ymsir, sem fornir voru í háttum, settu þrjá smásteina í grautinn, en þeir hafa sennilega átt að tákna nornirnar þrjár, að minnsta kosti voru þeir taldir standa í nánum tengslum við gæfu barnsins. Þegar móðirin fór á fætur aftur að loknum barnsburði, átti hún ætíð að setja upp nýja skó, að öðrum kosti átti hún á hættu, að henni slægi niður. Gömlu skórnir voru þá annaðhvort brenndir eða einhver annar sleit þeim út undir sængurlegunni. Sængurkon- an átti svo að stíga á stein þann, sem fylgjan hafði verið grafin undir, og síð- an átti hún að ganga þrjá hringi í kring- um bæinn. Að því loknu átti hún að gefa heimilisfólkinu aukabita. Konan mátti síðan helzt ekki fara af bæ, fyrr en búið var að leiða hana í kirkju. Það var gert, þegar hún kom í fyrsta sinn til kirkju eftir barnsburð, og var það gömul kirkjuvenja, sem studd- ist við þá trú, að konan væri óhrein eft- ir barnsburð. Klæddist þá konan beztu klæðum sínum, skrauti og skarti, og gekk að kirkjudyrum og stóð þar við messubyrjun. Síðan gekk presturinn, eftir altarisþjónustuna eða fyrr eftir at- vikum, fram í kirkjudyrnar og hélt dálít- inn ræðustúf yfir konunni og leiddi hana síðan til sætis. Um miðja 19. öld féll þetta úr tízku og prestar minntust þá kvenna með bæn á stól fyrir eða eft- ir prédikun. Voru þær þá líka búnar sínum bezta búningi. Sá siður mun sums staðar hafa haldizt fram yfir aldamót. 1 8 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.