Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 18
henni að drekka, en leggja grasið heilt við nafla hennar, skafa agat ofan í vín og gefa henni að drekka, eða láta agat liggja þrjá daga í vatni og gef henni vatnið, o.s.frv. Agat var, að sögn Egg- erts Ólafssonar í Ferðabók hans, steinn skyldur surtarbrandi. Steinn þessi var þjóðtrúnni, að því er virðist, allra meina bót og hafði að sögn 24 náttúrur. Dæmin, sem ég nefndi áðan, að blanda átti safa pungarfans eða agati í vín, benda til siðar, sem var mjög al- gengur hjá nágrannaþjóðum okkar, þ.e. að gefa sængurkonum vín að drekka og deyfa þannig þjáningar þeirra. I hve ríkum mæli siður þessi hefur tíðkazt hér á landi, er ekki vitað. Þá var eitt ráðið að hnýta sigurhnút eða sigurlykkju yfir sængurkonunni, helzt þrisvar i röð. Þessi siður stingur í stúf við þann sið hjá nágrannaþjóðum okkar að leysa alla hnúta á klæðum sængurkonunnar og í grennd við hana. En öruggasta fæðingarhjálpin var samt /ausnarsteinninn, og mikill fengur fyrir ljósmæður að ná í hann, en hann var engan veginn aðgengilegur. Sumar sagnir segja, að í Drápuhlíðarfjalli, fyrir sunnan Helgafell á Snæfellsnesi sé vatn eitt lítið, en afardjúpt, og að á því syndi alls konar náttúrusteinar á Jóns- messunótt. Er þar ekki aðeins óska- steinn, heldur og lausnarsteinn og hulinshjálmssteinn. Ennfremur segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: Aðrar sagnir segja, að hann vaxi í sjónum og reki þá á ýmsum stöðum á land. Að- ferðin til að ná honum er þessi: Maður skal fara í arnarhreiður Vítusmessunótt (þ.e. 15. júní) og múlbinda unga henn- ar, meðan þeir eru ófleygir í hreiðrinu. Þegar örnin kemur heim og finnur þá 16___________________________________ svo stadda, leitar hún allra bragða til að losa af þeim múlinn og dregur alls kon- ar náttúrusteina i hreiðrið, sem hún hyggur að megi létta þessu af ungun- um. Loksins sækir hún lausnarstein- inn. Margir segja, að hún komi með þrjá steina seinast með ýmsum litum og beri hún hvern yfir annan að nefi unganna og leysi lausnarsteinninn skjótt múl þeira. Ef þá er ekki maður viðstaddur að taka steininn, fer assan með hann á fertugt djúp, og sekkur honum þar niður, svo enginn skuli hafa hans not, þegar ungarnir eru lausir orðnir. Steinn þessi er til ýmsra hluta nytsamlegur, en einkum er það talinn beztur kostur hans, að hann leysi konu, sem á gólfi liggur, vel og fijótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annað hvort leggja hann á kvið hennar eða henni er gefið vatn, aðrir segja volgt franskvín að drekka, sem steinn- inn hefur legið í, eða verið skafinn í. Stein þennan skal geyma í hveiti, ef hann á ekki að missa náttúru sína, og vefja hann í óbornu hvítu lérefti eða líknabelg. Sumir hafa ætlað, að steinar þessir væru aðrir hvatir (þ.e. karlkyns) en hinir blauðir (kvenkyns), og ungi hinir blauðu aftur öðrum út af sér. Lausnarsteinar munu einnig hafa ver- ið þekktir hjá Norðmönnum og Færey- ingum og munu hafa verið af sama uppruna og lausnarsteinar þeir, sem þekktust hér á landi, en Eggert Ólafs- son telur þá ekki hafa verið neina steina, heldur ávöxt eða hnot af tré LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.