Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 25
SVANHVÍT BJÖRGVINSDÓTTIR, sálfræðingur: Samskipti hvaða fyrirbseri er nú það? Þessi grein er ekki hugsuð sem tæm- andi úttekt á hugtakinu samskipti, held- nr meira hugleiðingar um nokkur atriði sem undirritaðri finnast mikilvæg. Ég hef leitað fanga 5 ýmsum greinum sem fjalla um sjúklinginn sem kemur inn á stofnun, og hvernig æskilegast er að samskiptin séu milli hans og hjúkrunar- f'ðs. Einnig hef ég reynt að finna efni sem snýr að samskiptum starfsfólksins innbyrðis. Inn í þetta koma svo mínar e*9'n hugmyndir, sem byggjast á reynslu úr starfi. Þegar ég byrjaði að hugsa um efni þessarar greinar, þá var efst í huga mér hvernig samskiptum þeirra sem njóta bjónustu heilbrigðisstéttanna og þeirra sem veita hana, er háttað. Ég fann fljót- ^e9a eftir að ég fór að lesa mér til, að þetta hefur verið heilmikið rannsakað síðustu árin og nokkrar góðar greinar verið skrifaðar m.a. í íslenskum ritum. ^n ég komst líka að því, að minna hef- Ur verið athugað og skrifað um hvernig þeir sem veita þjónustuna eru í stakk þúnir til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra 5 samskiptum við sjúk- j'nga. Eg geri ráð fyrir að allir séu sam- niála um mikilvægi þess að tekið sé á móti fæðandi konu á þann hátt að hun fái traust á því starfsfólki sem á að sinna henni, bæði með tilliti til þess að það kunni sitt fag og einnig að persónulega þættinum sé sinnt. Viðmót gagnvart skjólstæðingi Eins og ég gat um hér að ofan, er til mikil vitneskja um hvernig starfsfólk- ið á að haga sér gagnvart neytendum þjónustunnar. í grein eftir Guðnýju Önnu Arnþórsdóttur eru eftirfarandi þættir sagðir æskilegir og nauðsynlegir þegar sjúklingur kemur inn á sjúkra- stofnun (1). Án efa á þetta einnig við um fæðandi konur. 1. Skilningur á þörfum skjólstæðings. 2. Virðing fyrir skjólstæðingi. 3. Samhyggð í umgengni við skjól- stæðing. 4. Hlýja í umgengni við skjólstæðing. Þessir þættir skýra sig sjálfir að mestu leyti. En forsenda þess að þess- um þáttum sé sinnt, er að til staðar sé skilningur, þekking, áhugi og tími til að sinna þeim. Reyndar komu niðurstöð- ur úr nýlegri sænskri rannsókn dálítið á _ 23 '-JÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.