Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 16
Þjóðteg iræði Úr erindaflokki um Þjóðleg fræði eftir Baldur Jónsson cand. mag. frá Mel. Flutt í útvarpinu veturinn 1955—1956. Ég mun í þessum þætti ræða nokk- uð um trú og siði varðandi barnið og fæðingu þess. Eins og að líkum lætur, hefir fátt fangað hugi manna meira en umhugs- unin um upphaf og endi lífsins. Við upphaf hvers nýs lífs vaknar sú spurn- ing, hvað framtíðin muni bera sér í skauti því til handa, hver muni verða ör- lög þess. Þráin að skyggnast þannig inn í framtíðina hefir fylgt mannkyninu allt frá því, er við höfum fyrst sögur af því, og er án efa ævaforn. Þessi þrá birt- ist einkum í því, að menn leituðust við að ráða hið ókomna af ýmsu, sem kom fyrir í hinu daglega lífi. Hver hlutur og atburður gat haft í sér fólgna ráðningu eða a.m.k. ábendingu um það, hvað verða mundi. Það var því um að gera að gefa sem flestu slíku gaum og leggja það á minnið. Þá gat maðurinn einnig haft veruleg áhrif á rás viðburðanna með gerðum sínum, sumt varð að gera, annað bar umfram allt að forðast, ann- ars var voðinn vís. Um ýmis atriði þess- arar trúar verður getið hér á eftir. Segja má að tilvera barnsins hefjist með getnaði þess. Hin verðandi móðir varð þegar frá upphafi að gæta ýmissa varúða, ef vel átti að fara, og mörg voru vítin, sem varast þurfti, ef það átti ekki að koma henni sjálfri eða einkum 14 __________________________________ afkvæminu í koll. Ef kona, sem er með barni, horfir á norðurljós, þá tinar barn- ið, sem hún gengur með; ef hún stígur yfir breima kött verður barnið viðrini eða vitfirringur; ef hún hleypur mikið verður barnið lofthrætt; borði hún góm- fyllu, einkum ef hún er úr sel, verður barnið holgómi, borði hún rjúpnaegg, verður barnið freknótt; borði hún með spæni eða skel, sem skarð er í, verður skarð í vör barnsins, sem hún gengur með; gangi göngumaður með poka bundinn á bak sitt inn í bæjardyr, hefir barn það herðakistil, sem kona á bæn- um gengur með. Ekki má fleygja mál- beini fyrir hunda eða í sorp, þar sem ómálga barn er í bæ, eða móðurkviði, því þá fær barnið aldrei mál sitt, heldur skal stinga beininu í veggjarholu eða geyma vel á annan hátt, og fær barnið þá því fljótara málið. Þannig mætti lengi halda áfram að telja vítin, sem varast varð. Marga langar til að vita, hve mörg börn þeir muni eignast, en til að verða fróðari í því efni varð snemma að taka var á, því að til að vita það varð maður að hafa tölu á eggjunum í fyrsta hreiðr- inu, sem maður fann á ævinni, en börn- in áttu að verða jafnmörg og eggin, og ef maður brýtur eitthvað af eggjunum, I_JÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.