Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 19

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 19
einu er vex í Vestur-Indíum, en ávext- jna rekur stundum upp að ströndum ís- ands. Annars telur hann, að trú þessi afi borizt hingað með Englendingum, þeir komu hingað til verzlunar á 15. ö d' Annars eru frásagnir um slíka sfeina þekktar hjá fornþjóðunum frá Pví um 300 árum f. Krist. Ea ef allt um þrýtur og ekkert af Þessu dugar, skal færa mann konunn- eða barnsföðurinn úr skyrtunni og *ra konuna í hana. Sr. Jónas Jónas- s°n segist hafa þekkt eina yfirsetu- 0nu, sem einu sinni hafi gripið til Þessa ráðs, — og hafi það dugað vel. , bæðing þótti jafnan ganga betur, ef nn var^ með nýju tungli. Sums staðar erendis þótti betra, að barnið fæddist með vaxandi tungli, þótti þá dafna bet- ar, ekki er mér kunnugt um, hvort sú ru hefir einnig verið ríkjandi hér á landi. ar er einnig til sú trú, að barn, sem ist um sólarupprás, verði röskt og rjs legt, en verði rauðhært og frekn- 0 > þá er talið betra að fæðast árdegis er> síðdegis. Mikið lánsmerki þótti að fæðast í sig- Ur irfli, en það var, ef líknarbelgurinn r'tnaði ekki í fæðingunni. Átti að hirða S1gurkuflinn, og átti sá sem í honum ^æ ist, að geyma hann alla ævi. Sumir ^e9ja, að þeir, sem fæðast í sigurkufli, eu skyggnir og enginn galdur vinni á eim, og þeir hafi sigur í hverju máli, ef Þeir beri hann á sér. ^Barnsfylgjuna átti að taka og brenna. ú trú var fyrrum, að fylgjan væri heilög og henni fylgdi hluti af sálu barnsins, sem ekki fæddist fyrr en með henni. Eigi mátti kasta henni út á víða- vang, því að þá geta illir andar náð valdi á henni eða eitthvert dýr étið hana, og fylgir það dýr eða sá andi þá barninu. Sama er, ef hún er grafin; dýr geta graf- ið hana upp og étið. Þó var hún oft grafin fyrrum, og átti þá að gera vel yfir hana með grjóti. Ef hún er brennd, fylg- ir manninum ljós eða stjarna. I hinum elztu lögum Islendinga var leyfður útburður barna, og er kristni var lögtekin árið 1000, var svo um sam- ið, að það ákvæði skyldi haldast, og var það í lögum til 1018, að það var af- numið að tilhlutan Ólafs kon. helga. En sennilega hefir það aldrei verið tíðk- að mikið hér á landi að bera út börn, a.m.k. ekki frjálsborin börn. Barnið mun eftir fæðinguna hafa verið lagt fyr- ir fætur föðurins, og skyldi hann ákveða, hvort það skyldi borið út eða ekki. Ef hann tók barnið upp, jós það vatni og gaf því nafn, var barnið þar með komið undir vernd laganna, varð þegn og hlaut arfsrétt, eftir það hefði útburður verið talinn morð. Að ausa ný- fætt barn vatni var heiðinn siður, sem talinn er hafa verið algengur í Noregi og á íslandi á víkingatímunum, og er vatnsausturinn talinn hafa í sér fólgjnn sérstakan kraft. í Hávamálum segir Óð- inn: ,,Þat kann ek it þrettánda: / ef ek skal þegn ungan / verpa vatni á, / munat hann falla / þótt hann í fólk komi, / hnígra sá halr fyr hjörum. Síð- ar hlaut vatnsausturinn nýtt gildi í hinni kristnu skírn. Konur lágu venjulega um viku á sæng eftir barnsburð, en þær hraust- ustu fóru þó fyrr á fætur, eða stundum __________1 7 Lj°smæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.