Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 17
þá á maður að missa jafnmörg börn, en ef fúlegg eru í hreiðrinu, eiga lausa- leiksbörnin að verða jafnmörg. Af ýmsu var hægt að ráða, hvort hið ófaedda barn yrði drengur eða stúlka. Piltarnir sprikluðu meira en stúlkurnar í móðurlífi. Það ber meira á þykkt móð- unnnar, hún er stærri um sig, ef hún gengur með pilt, en stendur meira fram, ef hún gengur með stúlku. Ef Pykktin er meiri hægra megin, gengur ún með pilt, og sömuleiðis, ef hægra rjóstið stækkar meira. Ef þessi ein- enni voru ekki fyrir hendi eða óljós, 9at brugðið til beggja vona, hvort barn- lð yrði drengur eða stúlka. Ymissa varúða varð móðirin að gæta ú þess, að fæðingin gengi vel, m.a. ^nátti hún ekki ganga undir sperrur á úsi, sem verið var að reisa, því að þá uarð að reisa sperru yfir henni, svo að ún gæti fætt. Ekki var heldur heppi- egt að ganga undir þvottasnúru, því ^ útti naflastrengurinn að vera um álsinn á barninu. Ekki mátti hún greiða Ser ' rúminu, því að þá gekk fæðingin erfiðlega. Pá hafði það engan veginn litla þýð- lngu, hvaða dag barnið fæddist. Bezt var að vera fæddur á sunnudegi. Sá, sem fæddur var þann dag, var fæddur ' si9urs, sá, sem fæddist á mánudegi 1 mæðu, á þriðjudegi til þrifa (aðrir Se9ja til þrautar), á miðvikudegi til ntoldar, á fimmtudegi til frama, á föstu- egi til fjár, á laugardegi til lukku. Aður fyrr voru fæðingar hlutfallslega UJósmæðrablaðið miklu fleiri en tiðkast nú á tímum. En allt um það var fólksfjölgun alls ekki meiri en nú, þar eð mikill fjöldi þessara barna lézt í fæðingunni eða á ungum aldri. Fæðingarhjálp hefir verið næsta ófullkomin og þá stundum verið stuðzt við töfrabrögð eða leitað til ýmiss kon- ar kuklara. Má í því sambandi minna á vísu eina í Sigdrífumálum. Valkyrjan Sigdrífa kveður: Bjargrúnar skalt kunna, ef bjarga vilt ok leysa kind frá konum, á lófum skal rísta ok of liðu spenna ok biðja þá dísir duga. Þarna notar aðstoðarkona við fæðingu rúnaristingu og handaálagningu sam- tímis því, sem hún skírskotar til ein- hverra dísa um hjálp við fæðinguna. Nokkrir talshættir í málinu bera vitni um þann ævagamlan sið við fæðing- una, að móðirin lá á gólfinu, á meðan á fæðingu stóð. Við höfum um það talsháttinn, að kona leggist á gólf, er hún tekur léttasóttina. Þá er sagt um barn, sem liggur hjá móður sinni, áður en skilið er á milli, að það liggi í gras- inu, og ef það grætur, strax og það er fætt, að það góli í grasinu. Ýmis alþýðleg ráð voru til að greiða hag sængurkvenna. Um þetta segir í þjóðháttum sr. Jónasar á Hrafnagili, sem ég styðst við í þessum þætti: Eitt er að leggja Burnirót í rúmið hjá henni, svo að hún snerti hana bera; brenna brennistein fyrir nösum henn- ar, svo að reykinn leggi upp í vitin; gefa henni inn einn spón af tíkarmjólk; láta hana drekka Baldursbrá í víni; kreista lög úr pungarfa, blanda við vín og gefa ______________15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.