Ljósmæðrablaðið - 01.07.1990, Blaðsíða 32
leyti. PKU-blóðprufur eru annað hvort
teknar heima eða móðirin kemur með
barnið á sjúkrahúsið.
Fyrir rúmu ári var opnað ,,hótel“ á
Lassarettet og þangað geta sængur-
konur með fullburða börn eftir eðlilega
fæðingu flutt sig ef þær vilja. Þar er
pláss fyrir 17 sængurkonur. Mæðurnar
hafa börnin þá alfarið inni hjá sér en
ein ljósmóðir er á vakt að staðaldri.
,,Hótelið“ er einnig opið öðrum nokk-
uð sjálfbjarga sjúklingum. Mæðurnar
geta dvalið þarna í fimm daga með
börn sín og feður geta einnig fengið gist-
ingu gegn vægu gjaldi, 150 krónur
sænskar nóttin.
I sjúkrahúsinu í Lundi vinna ljós-
mæður þriðju hverja helgi en aðstoðar-
fólkið aðra hverja.
Sjúkrahúsið í Glostrup
Sjúkrahúsin þrjú í Danmörku sem
við heimsóttum eru í Glostrup, Gen-
tofte og Herlev. Stjórn fæðingarstofn-
ana í Danmörku er þannig háttað að
yfir hver þrjú sjúkrahús er ráðin ein yfir-
ljósmóðir pólitískt en síðan er ráðin ein
yfirljósmóðir við hvert sjúkrahús. Á
hverjum fæðingargangi starfa um 20
ljósmæður en á sængurkvennagangi
og meðgöngudeildum starfa eingöngu
hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar.
Fæðingaraðstaðan í sjúkrahúsinu í
Glostrup er tvískipt. Annars vegar er
fæðingarheimili sem tekur 5—6 hundr-
uð fæðingar á ári og er rekið sem sjálf-
stæð eining. Eingöngu er tekið þar við
konum sem ætla má að fæði eðlilega.
Ef eitthvað kemur upp á eru konurnar
fluttar á aðal fæðingardeildina. Tvær
fæðingarstofur eru á fæðingarheimil-
30 ________________________________
inu og átta legupláss fyrir sængurkon-
ur. Endurbætur eru þó í gangi á
aðstöðunni og stefnt að því að fjölga
leguplássum í tólf. Ljósmæður annast
um konurnar á meðgöngu, í fæðingu
og í sængurlegu.
Engin barnastofa er á fæðingarheim-
ilinu en þó er sérstakt herbergi þar sem
börnin voru böðuð (í bala) og þeim
sinnt að öðru leyti. Annars voru þau al-
farið inni hjá mæðrunum. Sæft vatn
var notað sem ábótargjöf ef þess þurfti
með.
Á sjálfri fæðingardeildinni fæða um
2000 konur á ári og þar eru 5 fæðing-
arstofur. Þar eru gerðar epiduraldeyf-
ingar ef óskað er og önnur nauðsynleg
læknisverk vegna fæðinga. Þrír
sængurkvennagangar með 14 legu-
plássum hver eru þarna og á einum
þeirra meðgöngudeild.
Sjúkrahúsið í Gentofte
Á sjúkrahúsinu í Gentofte var byrjað
á að skoða göngudeildina. Þar ríkir mik-
il litagleði og um allt eru myndir og lík-
ön af fóstri á mismunandi stigum. Þetta
er gert til að foreldrar og systkini fái
sem gleggsta mynd af þroska fósturs í
móðurkviði. Þar er verið að skipu-
leggja sameiginlega mæðraskoðun og
foreldrafræðslu. Sama ljósmóðirin er
með sama hópinn allan tímann.
Á fæðingargangi voru aðstæður lík-
astar því sem við þekkjum. Læknir er
viðstaddur allar fæðingar. Methergin
er sprautað í vöðva þegar höfuð og fyrri
öxl eru fædd, en nál er ekki sett upp.
Heitur pottur eða bað var notað til
slökunar og til að stilla verki. Konur
voru látnar laugast í tvær stundir eftir
LJÓSMÆÐRABLAÐIO