Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 5

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 5
KRISTÍN I. TÓMASDÓTTIR, yfirljósmóðir: Andvana faebingar 1- Venjulega uppgötvast dáið barn við hlustun, síðan koma ýmsar spurning- ar á eftir. Konan er svo send í sónar til frekari staðfestingar. 2. Heppilegt er að báðir foreldrar séu viðstaddir, eða ef faðirinn er fjarver- andi og/eða ekkert samband milli hans og móðurinnar, að konan hafi einhvern sér við hlið að eigin vali, þegar staðfesta á dauða barnsins. Nauðsynlegt er að tala beint við foreldrana um það sem skeð er og það sem framundan er. 3- Kona er lögð inn á fæðingadeildina (meðgöngudeild) strax og grunur er um að barnið sé dáið. Hún getur að sjálfsögðu farið fyrst heim til að reyna að átta sig og komið siðan inn aftur þann tíma sem hún ákveður. Flestar koma fljótlega eða næsta dag. Þeir foreldrar, sem ég hef rætt við og lesið um, telja erfiðasta tímann bið- ina frá því að þau vita að barnið er dáið og þar til fæðing er afstaðin. 4- Faeðing er síðan framkölluð eins fljótt og hægt er og þá með því að sprengja belgi ef hægt er, síðan syn- tocin-dreypi eða ef konan er mjög óhagstæð, þá byrjað með prost- aglandin, þá syntocin-dreypi og síð- an sprengdir belgir. Verkjalyf og deyfilyf eru gefin í ríflegum skömmt- um. Epiduraldeyfing mjög gjarnan notuð. Allt er þetta í samráði við for- eldrana. Hjá mörgum foreldrum leynist von um að barnið sé lifandi alveg þar til fæðing er afstaðin og þau hafa séð bamið. Reyna að hafa allt eins eðli- legt og hægt er við fæðinguna, þvo og vikta barnið inni hjá foreldmm sé þess kostur, leggja barnið í vöggu og benda foreldrum á að lita á það eins og það sofi. Benda foreldrum á að gefa barninu nafn. 5. Mikilvægt er að foreldrar og aðrir nánir ættingjar, systkini, ömmur og afar, sjái barnið og hef ég oft þurft að ræða lengi við aðstandendur til að fá þau til þess og aldrei fengið nema þakkir á eftir. Hinsvegar ef t.d. móð- irin sér barnið ekki er hætt við að hún sjái alltaf eftir því. Gefa skal for- eldrum góðan tíma með barninu. 6. Ef um mikið vansköpuð börn er að ræða, kemur fyrir að maður ráð- leggur fólki að sjá þau ekki, en gott er þá að eiga mynd af barninu og í raun ætti svo að vera í öllum tilfell- um andvana fæðinga. Ekki má gleyma að skrifa á armbönd og vöggumiða eins og við aðrar fæð- ingar. Fólki þykir mjög vænt um að fá þetta til minningar um barnið sitt. 3 ejósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.