Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 7
ir fyrir sjálfri sér hvað komið hefur fyrir, þó hún vilji e.t.v. ekki trúa því ennþá. - Þetta er eins og slæmur draumur. Hún fer að spyrja, vill fá svör, hún þarf mikla umhyggju og svör við spurningum sínum. Af hverju? - er mjög áleitin spurning sem blandast sorg, sjálfsásökunum, reiði og jafnvel hvort verið sé að hegna viðkomandi fyrir eitthvað. Þessi tvö fyrstu stig blandast alltaf saman, en ættu ekki að standa leng- ur en 4-6 vikur til að teljast normal. (Tíminn sem meðgöngubreytingar ganga til baka). Konan á oft erfitt með að muna eftir á, hvað hefur skeð þetta timabil. Mikilvægt er að foreldrarnir tali saman og skilji sorg hvors annars, en þau ganga yfirleitt misfljótt í gegnum þessi stig. 3) Vinnustig - stendur yfirleitt yfir í eitt ár eða svo. Fólk fer að líta fram á við, hlakka til, fá nýtt mat á gæð- um lífsins. Oft vinnur það of mikið og hefur þá of lítinn tíma fyrir fjöl- skylduna, en þetta gengur yfir og fólk fer að finna sjálft sig að nýju. Á þessu tímabili verður konan oft barnshafandi að nýju og þá kemur umræðan um nýja meðgöngu inn í söguna. 4) Endurnýjunarstig blandast vinnustiginu á margan hátt hvað varðar gildismat og fleira. Fólk man og finnur söknuðinn vegna barnsins sem það missti, en sárið verður smám saman að öri sem stundum gefur verki og verður alla tíð partur af þeim sem verða fyrir þessum missi. Nauðsynlegt er að foreldrar hafi góð tækifæri til að tala við barnalækni, fæð- ingalækni, félagsráðgjafa, prest og síðast en ekki síst við ljósmóður, annað hvort ljósmóðurina sem tók á móti barninu eða/og þá sem sinnt hefur henni i sæng- urlegu. Sjálf tel ég mig hafa all góða reynslu í umgengni og aðstoð við foreldra and- vana fæddra barna, enda tekið það sérstaklega að mér til fleiri ára. Margar konur hafa haft samband við mig í eitt ár og í sumum tilfellum lengur, bara til að tala, spyrja, segja frá hvernig gengur og fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Algengt er að konur hringi til mín þegar þær verða barnshafandi að nýju, svo ég geti glaðst með þeim og stundum fylgi ég þeim þá áfram fram yfir þá fæðingu. Tuíburar. - Þegar annað barnið deyr verður það oft til þess að foreldrum verð- ur það á að bera barnið sem lifir saman við barnið sem þau misstu, segja jafnvel, ekki mundi systir þín/bróðir þinn vera svona óþekkur, latur að læra o.s.frv. Eða eins og 8 ára stúlka sagði við móður sína eftir svona lestur: „Eg er viss um að þú vildir að ég hefði dáið en systir mín lifað og ég vildi það líka, því þú ert alltaf viss um að hún væri betri, fallegri og gáfaðri en ég“. Eftir þetta fór móðirin að skoða betur í eigin barm og breyta framkomu sinni við barnið og láta vera að bera hana saman við það sem hún' hafði aldrei þekkt. Nauðsynlegt er að skilja missi foreldra tvíbura og ekki segja bara - þú átt nú eitt eftir, þau vita það. Að missa báða tvíbura er jú tvöfaldur missir fyrir foreldra, jafn- vel þótt þeim í upphafi hafi vaxið í augum að fá tvö börn samtímis, eru þau búin að venjast hugsuninni og undirbúa komu þeirra og svo á einu augnabliki er það að _______________________________________5 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.