Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 8
engu orðið. Nauðsynlegt er að tala um
missi barnsAiarna við foreldra, - að for-
eldrar tali saman um barnið sitt. Að vinir
og ættingjar leyfi foreldrum að tala um
látið barn sitt, skoða myndir af því, tala
um gleðina sem það veitti á þeim stutta
tíma sem það var til staðar (meðgöngu-
tímann).
Eldri systkini. - Nauðsynlegt er að
tala vel við eldri systkini andvana fæddra
barna. Þau eru líka búin að bíða eftir syst-
kini og hlakka til komu þess. Börn skilja
og skynja mikið meira en við fullorðnu
oft höldum og því er best að segja þeim
strax eins og er. Eg tel mjög heppilegt að
þau fái að sjá systkini sitt og halda á því
ef kostur er. Síðan þarf að útskýra eins
og hægt er fyrir barninu af hverju litla
systkinið fékk ekki að vera hér lengur.
Mörg börn kenna sér um dauða litla
barnsins. Þau hafi verið óþekk við
mömmu eða gert eitthvað af sér og þess
vegna hafi barnið dáið. Því er svo mikil
þörf að hafa börnin með og útskýra fyrir
þeim ekkert síður en þeim fullorðnu, en
þó á aðeins annan hátt. Eins að systkini
séu við útför og fái að gefa Iitla barninu
gjöf ef þau langar til, oft er það leikfang
sem þau hafa átt eða þau hafa safnað
fyrir. Með þessu móti fá þau sitt tækifæri
til að gera eitthvað fyrir litla barnið og
þau gleðjast yfir því.
Að koma út í lífið að nýju. Undirbúa
þarf foreldra fyrir að koma úr vernduðu
umhverfi út í lífið að nýju. Þar mætir
þeim margt óvænt og óvægið. Þau fá
hamingjuóskir, þ.e. fólk sér að ekki er
lengur von á barni og þá standa þau allt
í einu í sporum huggarans. Eins verða
þau fyrir því að fólk þorir ekki - vill ekki
- tala um það sem komið hefur fyrir og
á það jafnt við um ættingja, vini eða
6_____________________________________
vinnufélaga. Venjulega er það þó ein-
ungis á yfirborðinu og vegna þess að fólk
veit ekki hvernig það á að byrja og talar
svo um eitthvað sem enginn hefur áhuga
á, eða eins og ein móðir sagði við mig.
„Eg þoli ekki hann pabba, hann talar
bara um fótbolta". Seinna hitti ég
þennan mann og þá þakkaði hann mér
svo innilega fyrir dóttur sína, svo að eit-
thvað hefur hann verið að hugsa fleira en
hann kom orðum að.
Kæru ljósmæður, við sem fáum þá
gleði að taka á móti heilbrigðum og
hraustum lifandi börnum og taka þátt í
gleði foreldranna, við erum alveg eins
færar um að taka þátt í sorg þeirra sem
missa, leiðbeina þeim og aðstoða. Benda
þeim á hvað það sé fallegt - horfa á litla
hendi eða fót og meðhöndla allt í sam-
bandi við fæðinguna og eftir hana á sem
eðlilegastan hátt.
Það er svo mikilvægt í sorginni að tala
saman um það sem skeð er og hvernig
smátt og smátt birtir til og lífið kemur til
baka, þó aldrei í sömu mynd og áður, en
yfirleitt með meiri skilningi á margbreyti-
leika þess en áður var. Þeir sem taka að
sér að sinna foreldrum sem fæða and-
vana barn eða missa barn í frumbernsku
verða að vera undir það búnir að mikill
tími fer í slíka vinnu og að hún verður að
gefast af góðu hugarfari með innri ósk
um að veita öðrum hjálp í sorg.
„Þú átt lítið blóm sem gaf þér gleði
það gæddi lífið tilgangi og hljóm.
Þó að sorg sé nú í þínu geði
sæl þér uerður minning um það blóm. “
(Guðrún V. Gísladóttir).
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ