Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 9

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 9
LÓA KRISTINSDÓTTIR, Ijósmóðir: Sjúkrahús Akraness 40 ára 1952-1992 Sjúkrahús Akraness varð 40 ára á þessu ári. A svo löngu tímabili hefur af- mælisbarnið að sjálfsögðu vaxið og dafn- að og í dag eru á sjúkrahúsinu lyfjadeild með 30 rúmum, endurhæfingardeild með sama fjölda, handlækningadeild með 19 rúmum og að lokum fæðinga- og kvensjúkdómadeild með 16 rúmum. Þar af eru 4 rúm sérstaklega ætluð sæng- urkonum en auðvitað er þeim plássum fjölgað eftir þörfum. I tilefni afmælisársins langar mig að segja lesendum ljósmæðrablaðsins dálít- ið frá starfi okkar á fæðingadeildinni. Fæðingar voru 180 á síðasta ári en aðrar innlagnir 702. Við deildina starfa 2 sérfræðingar í fæðingum og kvensjúkdómum, 11 ljós- mæður og hjúkrunarfræðingar og 5 sjúkraliðar. Auk þess hafa handlæknis- °9 fæðingadeild sameiginlegan ritara. Flestir eru í hlutastörfum. Stærstur hluti þeirra kvenna sem fæð- lr á sjúkrahúsinu er af Vesturlandi, eins °9 gefur að skilja, en þó koma alltaf nokkrar frá Reykjavík og víðar að. Und- anfarið höfum við getað boðið konum sem bíða fæðingar og búa fjarri sjúkra- húsinu, upp á ódýra gistingu í starfs- mannabústað og hafa nokkrar nýtt sér það. Hópum í foreldrafræðslu er boðið að koma í heimsókn og skoða þá aðstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Auk þess notum við gjarnan tækifærið ef konur koma í monitor eða annað eftirlit til að sýna þeim deildina. I fæðingarhjálpinni reynum við fyrst og fremst að mæta þörfum hverrar og einnar konu. Hlustum á hvaða óskir og væntingar hún hefur og komum til móts við þær eins og hægt er. í þessu sam- bandi er vert að minna á að „yfirsetan“ er enn þann dag í dag eitt það mikilvæg- asta sem við veitum fæðandi konum. Fátt veitir meiri öryggistilfinningu en að hafa ljósuna sína ávallt til taks. Auk hefðbundinnar slökunar á 1. stigi fæðingar hefur svæðanudd verið talsvert notað síðastliðið ár og hafa margar konur látið í ljós ánægju með það. Petidin er eftir sem áður mest notaða verkjalyfið sem og pudendal block deyfing í lok fæð- ingar. Epidural deyfing er notuð við lang- dregnar og erfiðari fæðingar og fæð- ingarinngrip. Fyrir dyrum stendur svo námskeið þar sem Guðmundur Björnsson svæfing- arlæknir ætlar að kenna okkur ljós- mæðrum subcutant deyfingu í bak með aqua ster. og verður spennandi að reyna hvernig það virkar á bakverkina í fæð- ingu. I sængurlegunni er konum boðið að ljósmæðrablaðið_______________________________________________7

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.