Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 14

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 14
að það verði fæðingar þar eða bara rúm fyrir sængurkonur er ekki á hreinu, en það er eindreginn vilji Ljósmæðrafélags íslands að Fæðingarheimilið verði opnað sem fæðingarstofnun sem allra fyrst. Kvikmyndafyrirtækið Myndbær kom að máli við Ljósmæðrafélagið um að Ljósmæðrafélagið gerði samstarfssamn- ing við Myndbæ um gerð fræðslumynd- bands um meðgöngu, fæðingu og eftir fæðingu. Undirritaður var samningur við Myndbæ í febrúar s.l. þar sem Myndbær tekur að sér að framleiða myndbandið og bera alla fjárhagslega ábyrgð á því en LMFÍ veitir faglega aðstoð og samþykkir það áður en það verður sent út til dreif- ingar. Eftir að þessi samningur var gerð- ur kom í ljós að aðrir aðilar eru komnir nokkuð á veg með að gera sambærilegt myndband í samvinnu við Landspítalann og Námsgagnastofnun og hefur því verið ákveðið að fresta gerð þessa myndbands um óákveðinn tíma. I umærðum á Alþingi um fjárlögin s.l. haust kom til tals að stytta fæðingar- orlofið í sparnaðarskyni. Stjórn LMFÍ sendi frá sér svohljóðandi ályktun 7. des. 1992: „Ljósmæðrafélag Islands lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi umræðuna undanfarið um styttingu fæðingar- orlofs. Félagið vill benda á að fæð- ingarorlof er ekki eingöngu hags- munamál foreldra heldur þjóðfélags- ins í heild, þar sem samvera foreldra og barna fyrstu mánuðina eftir fæð- ingu leggur grunn að líkamlegu og andlegu heilbrigði barna. Með stytt- ingu fæðingarorlofs yrði enn frekar vegið að aðbúnaði barna í samfélagi okkar.“ Ekkert varð af skerðingu fæðingar- orlofs í þetta sinn, en ég er hrædd um að þessi umræða eigi aftur eftir að koma upp og er því nauðsynlegt að halda vöku sinni. Á síðasta aðalfundi lagði ég til að Ljósmæðrafélagið stæði fyrir ráðstefnum um fagleg mál, sem að ljósmæðrum snúa og lagði til að „Öryggi við barnsburð" yrði fyrsta viðfangsefnið. Þátttakan á ráð- stefnunni hefur sýnt betur en nokkuð annað að ljósmæður eru tilbúnar að ræða fagleg málefni og legg ég til að stefnt verði að því að halda slíkar ráð- stefnur á nokkurra ára fresti. Það er mikil vinna að baki ráðstefnu sem þessari. Margir fundir hafa verið haldnir, miklar bréfaskriftir og símtölin skipta örugglega hundruðum. En þar hef- ur einvalalið lagt hönd á plóginn og unnið þetta mikla starf. Fræðslunefnd félagsins hefur átt þar stærstan hlut ásamt full- trúum úr stjórn félagsins. Eg þakka þeim öllum kærlega fyrir þeirra mikla starf. Þess ber að geta að Heilbrigðisráðuneytið veitti styrk til ráðstefnunnar að upphæð 200 þúsund krónur og Landspítalinn veit- ti 50 þúsund króna styrk. Við þökkum þessum aðilum kærlega fyrir. Stjórn Ljósmæðrafélags Islands telur að nauðsynlegt sé að stofna Mennta- og Starfsleyfanefnd og Siðanefnd félagsins. Tillaga um þetta efni verður lögð fram á eftir. Mörg mál hafa verið rædd á stjórn- arfundum, þó að engin sérstök niður- staða hafi fengist í þeim. Stjórnin er þó sammála um að tvö mál verði að skoða sérstaklega á næsta starfsári. Annað er að móta stefnu Ljósmæðrafélags íslands í fæðingarmálum landsins. Það er í raun óþolandi að félag ljósmæðra skuli ekki hafa neina opinbera stefnu í fæðingar- 12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.