Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 27
VILBORG TORFADÓTTIR, ljósmóðir:
Mæðravernd á
heilsugæslustob
Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar er
staðsett við elliheimilið Sólvang. Stöðin
var áður við Strandgötu, en fluttist í nýtt
húsnæði haustið 1988. Fram að áramót-
um 1988-1989 var mæðravernd í eins-
konar útibúi frá heilsugæslustöðinni.
Fyrst á Sólvangi, síðan á St. Jósefspítala.
Þangað kom fæðingarlæknir ásamt
tveim ljósmæðrum og skoðuðu hafn-
firskar konur. Um áramót fluttist svo
mæðraverndin yfir á nýju heilsugæslu-
stöðina og tóku þá heilsugæslulæknar og
ljósmóðir nánast alfarið við mæðra-
verndinni.
Eg byrjaði í 50% vinnu við mæðra-
verndina í Hafnarfirði haustið 1988 og
tók þátt í þeirri skemmtilegu vinnu ásamt
Herdísi Sigurbjörnsdóttur ljósmóður og
hjúkrunarfræðingi, að byggja upp
mæðravernd með heilsugæslulæknum.
Heilsugæslulæknar í Hafnarfirði eru sjö
ásamt prófessor í heimilislækningum.
Fyrsta árið nutum við aðstoðar Þóru
Fischer fæðingarlæknis, sem skoðaði
allar ófrískar konur tvisvar í meðgöngu,
fyrst eftir 12-14 vikur og svo 33-35
vikur. Þar fyrir utan eftir ástæðum og
þörfum. Frá því í ársbyrjun 1990 hefur
ekki verið starfandi fæðingarlæknir við
heilsugæslustöðina. Þar kemur til góða
að við erum í góðri samvinnu við fæð-
•ngardeild Landspítalans, sem hefur í öll-
um tilfellum tekið vel á móti konum okkar
úr „firðinum". Gildir það bæði um ljós-
mæður og fæðingarlækna.
Fagfólk við heilsugæslustöðina í
Hafnarfirði vinnur teymisvinnu, sem
kemur vel út fyrir skjólstæðinga þeirra.
Þeir hafa sama lækni og sama hjúkrunar-
fræðing frá vöggu til grafar. (Svo frama-
lega að þeir séu sannir gaflarar og búi
alltaf í Hafnarfirði). Mæðraverndin tekur
ekki beint þátt í teymisvinnunni enn, því
ég er eingöngu í mæðravernd. Viðkom-
andi heilsugæslulæknir sinnir samt um
sinar konur i meðgöngu og áfram eftir
fæðingu. Þær hafa þó í flestum tilfellum
hitt sinn heilsugæsluhjúkrunarfræðing
einhvern tíma í meðgöngunni og stefnt
er að því að það verði markvissara í fram-
tíðinni. Mæðravernd á hjólum. Ekki var
gert ráð fyrir sérstöku herbergi fyrir
mæðraverndina á heilsugæslustöðinni,
mæðraverndin fer því fram á skoðunar-
herbergi þess heilsugæslulæknis, sem
konan er í samfélagi hjá. Hefur hver
læknir ca 2-4 tíma fyrir sínar konur.
Pantað var fyrir mig forláta vagn með
hirslum og hólfum til allra nota. Þar hef
ég allt sem tilheyrir mæðraverndinni,
nema mæðraskrár, sem við læsum inni
hjá læknariturum. Síðan bruna ég með
vagninn milli herbergja, en þó aldrei
meira en 3 herbergi yfir daginn. Vagninn
er stundum kallaður „hjólbörur" eða
„hjólabretti" í gríni. Það getur verið kost-
25
UJÓSMÆÐRABLAÐIÐ