Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 29

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 29
EVA S. EINARSDÓTTIR, kennsluljósmóðir: Saga kvenna, faébingahjálp, uppeldi og menntun Ijósmæbra Erindi flutt á ráðstefnu ljósmæðra í apríl 1993 Ráðstefnustjórar! Kæru ljósmæður! Tilefni þess að ég er komin hér í ræðupúlt er að ljósmæðurnar, sem standa fyrir ráðstefnunni okkar komu að máli við mig og báðu mig um að koma með svolítið sögulegt yfirlit um menntun ljósmæðra. En þar sem við ljósmæður erum jú hefðbundin kvennastétt hef ég einnig ákveðið að skoða málið svolítið út frá því, og ætla ég því að kalla þetta er- indi mitt: „Sögu kvenna, fæðingahjálp, uppeldi og menntun ljósmæðra“. Margar konur tala um það hvernig standi á því hvað störf okkar kvenna eru lítils metin. Eg hef oft einnig hugleitt það og þá ekki síst það sem snýr að okkur ljósmæðrum. Og ég geri ráð fyrir því a.m.k. þær ljósmæður, sem staddar voru á fundinum um fæðingahjálp, sem hald- inn var á Hótel Loftleiðum á vegum landlæknis 25. febrúar síðastliðinn geti vart hugsað mikið öðruvísi en ég. En í þeirri umræðu sérstaklega þegar farið var að tala um fæðingar út á landsbyggð- inni, virtist svo að það snérist um getu heilsugæslulækna hvort fæðing gæti far- ið þar fram eða ekki, og að þeir væru í því sambandi aðalþungamiðjan. Það var engu líkara en að ljósmæður væru ekki til, sem eru þó sérlærðir fagaðilar í mæðraeftirliti, fæðingahjálp, umönnun sængurkvenna og nýbura. Það var ekki fyrr en ein af okkar ágætu ljósmæðrum stóð upp, og spurði hvort það skipti ekki neinu máli að ljósmóðir væri þar á staðnum, að menn virtust skynja tilvist okkar og að ljósmæður væru þar nauð- synlegar. Með allri virðingu fyrir læknum, þá kemur manni alltaf jafn mikið á óvart að ljósmæður gleymist í umræðunni. Sí og æ þurfi að minna á okkur, þessi fram- koma virðist endalaus. Hverjir hafa annast fæðingahjálpina gegnum tíðina? Svona í upphafi langar mig fyrst til að reyna að skyggnast aftur til fortíðar, og skoða með ykkur „söguna" og hverjir munu þá hafa sinnt fæðingahjálpinni og síðan þróun ýmissa mála, sem snúið hafa að konum og ljósmæðrum. „Sagan“ get- ur sagt okkur margt. I grein í Ljósmæðrablaðinu 3. tbl. 1928 segir: „Frá örófi alda hefur það ver- ið siður að kvenfólk hefði með höndum ljósmóðurstörf. Þetta er heldur ekkert undarlegt, því að ljósmóðurstörf eru ----------------------------------- 27 EJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.