Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 30

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Síða 30
einmitt kvennastörf. Karlmaður getur hvort sem er aldrei farið jafn nærri um alla líðan og þjáningar þeirrar konu, sem er að ala bam, eins og kvenmaður. Kynsystur skilja best hvor aðra; auk þess særir það ekki velsæmistilfinningu nokkurrar konu að láta konu handfjatla sig. Það er líka segin saga, að konur em gæddar miklu meiri þolinmæði en karlmenn, og hafa auk þess mýkri hönd og liprari og til- finninganæmari hendur en karlmenn.“(l) Frá fornaldartímum hafa varðveist heimildir, sem skráðar hafa verið mörg þúsund ámm fyrir Krists burð, sem fræðimönnum hefur tekist að ráða og varpa ljósi á, þá þekkingu sem þá var til staðar. Forn-Egyptar hafa lýst ytri kyn- fæmm kvenna og einnig legi og farvegi, farveginn kölluðu þeir „móður mann- kyns“. Æðsta gyðja Egypta, Isis var m.a. fæðingargyðja og verndari sængur- kvenna (gyðja er kvenkennd æðri vera, kvenguð). Starf ljósmæðra var því undir guðdómlegri vernd. Það hefur fundist lýs- ing á þríburafæðingu frá dögum Keops, þetta var um þrjú þúsund ámm fyrir Krists burð. Fæðingin fór fram í fæð- ingastól og á meðan var konan í sérstöku fæðingarherbergi. Viðstaddar vom fjórar ljósmæður, fyrir framan konuna kraup yfirljósmóðirin í gerfi gyðjunnar Isis, þ.e. sú sem tekið hefur á móti börnunum. Sagnir frá þessum tímum segja einnig; að skóli hafi verið í Sais þar sem konum var kennd ljósmóðurfræði, en þær kenndu aftur læknunum kvensjúkdómafræði. Og varðveist hefur ritgerð um sjúkdóma í legi, eftir konu frá því á fyrstu öld eftir Krists burð, hún hét Metródóra og bjó í Alexandríu. (2,3,4,5) Tveggja ljósmæðra er getið í Biblíunni 2. bók Móse, þær hétu Sifra og Pua. í þeirri frásögn er sagt frá dvöl Gyðinga í Egyptalandi og viðskiptum ljós- mæðranna við Faraó konung en hann fór fram á það, að þegar þær sætu yfir hebreskum konum, sem fæddu svein- börn ættu þær að deyða þau, þannig ætlaði konungur að koma í veg fyrir það að Israelsmenn yrði sterkari þjóð en Egyptar. Ljósmæðurnar svöruðu honum því til að það gætu þær ekki, því að hebreskar konur væru svo hraustar, að þær væru alltaf búnar að fæða þegar þær kæmu til þeirra. Það má segja að í ljós- mæðrastétt hafi löngum valist konur, sem haft hafa „ráð“ undir rifi hverju. Talið er að Israelsmenn hafi litið upp til ljósmæðra sinna. Starfsheitið okkar „ljós- móðir“ kemur úr hebresku og mun hafa komið fyrst fyrir í íslenskri bók í Guð- brandsbiblíu árið 1584. Ljósmóðurheitið stendur án efa í sambandi við ljósið sem lítil mannvera sér í fyrsta sinn. (6,7) I Ilíonskviðu Hómers segir: „Er lausn- argyðjan sú er jósóttina gerir, hafi leitt sveininn í ljós og hann hafi litið geisla Helíosar" (Helíos var sólguð Grikkja). Þarna er vitnað til þess að það hefur verið kona sem hefur tekið á móti baminu. (7) Hjá Forn-Grikkjum hafa ljósmæður verið mikils metnar. Það finnst mér koma greinilega fram í því, að Sókrates (469- 399) einn frægasti heimspekingur Grikkja á fornaldartímanum líkir kennslu sinni við „ljósmóðurlist" þegar hann aðstoðaði menn við að láta hugsanir sínar og hugmyndir „fæðast" sem leynd- ust innra með þeim. Sókrates var sonur Ijósmóður svo hann hefur eflaust haft kynni af störfum þeirra. (2) Ljósmæður í Hellas voru taldar lærð- ar vel. En i heimildum frá þeim tíma kemur einnig fram, að afstaða Hippo- 28 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.