Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 33

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 33
fyllast þeir ótta og hatri og beina hvoru tveggja að konunni. Það þarf að hefna sín á henni, og það þarf sífellt að halda konum, hinum ímynduðu óvinum í skefj- un. Aðferðir eru mismunandi eftir stað og tíma, en hugsunin er sú sama. Meðan kirkjan var voldug stofnun voru prestarnir uppteknir af því að endurreisa syndugar konur og reka úr þeim Djöfulinn". (14) Hér á landi féll t.d. ekki ákvæðið um syndaaflausn kvenna vegna barnsburðar, úr handbók presta fyrr en árið 1910. Athöfnin fór þannig fram: „Þá er prestur leiðir konu í kirkju stökkvi hann á hana vígðu vatni og taki í hönd hennar hægri, leiðandi hana inn með ljósi og með þessum orðum: Gakk inn í musteri drott- ins til þess að þú hreinsuð af öllum ávirðingum, getir verðuglega gengið upp að altari drottins guðs þín. Amen.“ (7) Sagnir segja að þessi syndaaflausn hafi verið konum mikil andleg raun og pína. Eins og ég hef áður getið um fengust konur við Iækningar, en einnig lyfjagerð. Þessi lyfjagerð hefur verið undanfari nú- tíma lyfjaframleiðslu. „Vísindin" sem hinn rangsnúni hugsunarháttur bjó til, sem runninn vom undan rifjum kirkjunn- ar manna, sögðu að konurnar væm í þingum við Djöfulinn, þær væru göldrótt- ar og þess vegna yrðu þær að deyja og voru brenndar á báli sem nornir. En í raun hafa þessar konur verið meðal mestu vísindamanna þeirrar tíðar vegna sinnar sérstöku kunnáttu. í upphafi vísindaalda 1400-1700 kostaði allur þessi fyrirgangur margar milljónir kvenna lífið. (7,12,14,15) Um þátt lækna og sérfræðinga segja þessar fræðikonur: „Það hefur verið skrifað mikið um uppgang læknastétt- arinnar, völd hennar og áhrif í nútíma- samfélagi. Þeim tókst að sveipa sig og starf sitt dulúð og helgiljóma og tryggja sér þar með völd, áhrif og peninga. Gagnvart almenningi urðu þeir álíka áhrifamiklir og prestarnir vom, meðan kirkjan var valdastofnun. Það mátti ekki spyrja lækninn og hann hélt þekkingu sinni leyndri. Umfram allt mátti ekki rengja orð hans eða draga alvisku hans í efa. Og það mátti alls ekki óhlýðnast honum. Ekki frekar en Guði, slíkt gat hefnt sín. Sem fyrr fóm konur verr út úr þessu en karlar. Á tíð prestanna sótti að þeim Syndin. Nú varð Syndin að sjúk- dómi í höndum valdastéttarinnar nýju. Og eins og Djöfullinn hafði verið að tæla konur tvö hundmð árum áður, tók sjúk- dómurinn sér vitaskuld bólfestu í æxlun- arfærum kvenna. Og þá varð kven- sjúkdómafræðin til, raunar ekki án mót- stöðu. Margir voru þeir sem vildu að þessi sérgrein næði til æxlunarfæra beggja kynja. En með því að einskorða fræðigreinina við konur var búið að gera kvenleikann að sjúkleika. I orði kveðnu var líkami kvenna ekki lengur saurugur og syndugur, en hann var „sjúkur“. Og hvert áttu allar þessar sjúku konur að snúa sér ef ekki til lækna?" Sérstök fræði- grein, sem tekur til æxlunarfæra karla hefur ekki ennþá séð dagsins ljós, öðm- vísi en sem ónafngreint og óskilgreint viðhengi á Urology. (14) Á endurreisnartímanum urðu nokkrar ljósmæður í Evrópu mjög þekktar fyrir skrif sín. En þeim hefur greinilega orðið það ljóst, það að skrifa sjálfar fræði- bækur og koma þannig þeirri þekkingu á framfæri, sem ljósmæður bjuggu yfir, yrði til þess að styrkja þær í starfi og jafn- framt að forða því að læknar eignuðu sér alla þekkingu á þessu sviði, sem hafði ___________________________________ 31 UJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.