Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 36

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Page 36
Námstími ljósmæðra var víst hvorki langur né mikið bóklegt nám fram eftir öldum. Og kennslubækur komu ekki út hér á landi nema með nokkra áratuga millibili. En þessar formæður okkar i starfi höfðu flestar ef ekki allar, veganesti í sínu farteski til að byggja störf sín á, sem margir hafa engin kynni af í dag. Það er að hafa fylgst með ótrufluðum nátt- úrulegum fæðingum hjá dýrunum, kind- um, kúm, hryssum, kisum og tíkum. Það er nefnilega margt hægt að læra af því, mikið meira en margan grunar. Það er t.d. athyglisvert að skoða þarfir kven- dýranna, það að vilja draga sig í hlé, jafn- vel fela sig þegar kemur að fæðingunni hjá þeim. Þær vilja hafa frið og ró á meðan, komi t.d. styggð að kind sem er að bera, stoppar hjá henni fæðingin. En þetta er nefnilega nákvæmlega eins hjá konum, ónæði og streita truflar fæðing- una. Fyrstu starfslögin fengu ljósmæður 17. desember 1875 í kjölfar þess að ís- land fékk stjórnarskrá sína og regiugerð fylgjandi þeim lögum 1877. Með lög- unum 1875 komu ný ákvæði um mennt- un ljósmæðra, námstíminn varð þá 3 mánuðir. (2,24) Veturinn 1909-1910 var námstimi ljósmæðra lengdur í 6 mánuði. En 1912 var stofnaður sérstakur skóli með lögum 22. október „Yfirsetukvennaskólinn í Reykjavík". Hinum þremur embættisljós- mæðrum í Reykjavík var skylt að annast verklega kennslu ljósmæðranema. Námstíminn var áfram 6 mánuðir. 1912 fengu ljósmæður einnig ný starfslög og 1914 nýja reglugerð. Árið 1924 voru sett ný lög um skólann og nú fékk hann nafnið „Ljósmæðraskólinn í Reykjavík", og starfsheitið ljósmóðir var þar með 34 ___________________________________ lögfest. Námstiminn var þá einnig lengd- ur í 9 mánuði. (2,25,26) Frá stofnun skólans fór kennslan fram víða í Reykjavík því skólinn hafði ekkert fast húsnæði, þ.á.m. til margra ára á heimili Þuríðar Bárðardóttir ljósmóðir og fyrsta formanns Ljósmæðrafélagsins i Tjarnargötu 16, eða þar til skólinn fékk fastan samastað í Landspítalanum 1930, námstíminn var áfram 9 mánuðir. Með gildistöku laga frá 1932 lengdist námið í eitt ár. I reglugerð fylgjandi þeim lögum frá 22. ágúst sama ár, var ákvæði um að ljósmæðradeildina við Landspítalann megi nefna Ljósmæðraskóla Islands. 1933 fengu ljósmæður ný starfslög og nýja reglugerð. (2,27,28) Stjórn Ljósmæðrafélagsins barðist mjög fyrir því að við Landspítalann yrði fullkomin fæðingadeild með aðstöðu fyrir kennslu ljósmæðranema. Hér urðu vissu- lega þáttaskil í menntunarsögu ljós- mæðra, sem vert er að skoða. Ég er ekki alveg viss um að formæður okkar í starfi, eins og t.d. Þuríður Bárðardóttir, hafi orðið allskostar ánægðar með það hvernig mál þróuðust. Ég hef getið þess áður að ljósmæður fyrr á árum hafi starf- að mun sjálfstæðara en við gerum í dag. Hvað hefur gert stéttina okkar, að manni finnst stundum bæði ósýnilega og ósjálf- stæða? (2) Nám nemenda verður með ýmsu móti það er meira heldur en það, sem þeir lesa í fræðibókum þ.e. „skilnings- nám“. Það er margt sem mótar nemen- dur, þeir læra að „vera“ með því að horfa á, hvernig fyrirmyndin er þ.e. „hermi- nám“. I okkar tilviki hvernig ljósmæð- umar vinna og hvernig samskipti þeirra eru við aðra. Það má líkja þessu námi við það þegar barn lærir að „vera“ samsam- LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.