Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Side 37
ar sig innan sinnar fjölskyldu. Og svo ég nefni eitt dæmi frá mínum námstíma, sem ég veit að margar ljósmæður kann- ast við. Það segir okkur býsna mikið og samkvæmt náms-sálarfræðilegum kenn- ingum mun hafa haft mjög afgerandi áhrif á ímynd og stöðu ljósmæðra. Við urðum alltaf að „standa upp“ fyrir pró- fessornum þegar hann kom inn, sem var jú læknir og einnig karlmaður. I raun var þarna notuð „skilyrt námsaðferð", þetta var „lúmskt", þetta er „sálfræði11. Hvaða skilaboð fólust svo i þessu til verðandi ljósmæðra. Jú þær áttu að vera hlýðnar, undirgefnar og að læknar væru þeim æðri. Að konur skuli hafa verið beittar slikri kúgun hér á landi, fyrir ekki nema u.þ.b. 20 árum síðan er alveg makalaust. Virkt nám er mikilvæg atferlismótun ein- staklings. Og með virkri skilyrðingu, um- bun eða refsingu er hægt að breyta fólki, sérstaklega börnum og ungu fólki. Annaðhvort til þess að styrkja það og byggja upp eða til að kúga það og brjóta niður, fer bara eftir því hvernig að- ferðunum er beitt. (29) Hluti af ósjálfstæði ljósmæðra hefur einnig orðið til, vegna þess að lengi vel var mikill munur á menntun ljósmæðra og lækna. Þar á ég við fræðilega þekkingu, (ekki verklega) þannig að ljósmæðmm hefur fundist þær ekki vera í stakk búnar til að rökræða svo mjög hlutina. Og ekki alltaf vel séð, ef ljósmóðir leyfir sér að hafa „skoðun“ þó svo að: Mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna segi; „Hver maður skal vera frjáls skoðanna sinna, og að því að láta þær í ljós. Felur slíkt frjálsræði í sér réttindi til þess að leita, taka við og dreifa vitneskju og hugmynd- um með hverjum hætti sem vera skal, og án tillits til landamæra“. (30). Mál þróuðust síðan þannig að mæðravernd og fæðingar færðust svo til eingöngu inn á stofnanir, þar sem ljós- mæður eru i enn meiri samskiptum við lækna en áður. Og með þetta veganesti frá námstíma sínum, héldu þær áfram að vera hlýðnar og undirgefnar og oft ekki síður þjónar lækna, heldur en kvenn- anna, sem koma inn á stofnunina í skoðun eða til að fæða börn sín. Þannig tel ég ósjálfstæði stéttar okkar tilkomið. „Er afleiðing uppeldis“. Ljósmæður urðu því miður kúguð kvennastétt. Námstími ljósmæðra var lengdur í 2 ár með nýjum lögum 1964. Reglugerð var sett fylgjandi þeim lögum 1982 og frá þeim tíma hafa eingöngu hjúkrunar- fræðingar verið teknir inn í skólann. En fjöldi ljósmæðra hefur einnig tekið hjúkrunarnám eftir að þær luku námi í Ljósmæðraskólanum. Núverandi ljós- mæðralög eru frá 1984 og þau fyrstu sem lögvernda störf okkar. Menntun okkar hefur mikið breytst, mikill fjöldi ljósmæðra hefur orðið fimm og allt upp i átta ára nám að baki, við höfum orðið mikla og víðtæka þekkingu. En eigum samt eftir að ná því að vera „virtar“, sem fagaðilar á jafnréttisgrundvelli við lækna. „Sem við eigum að vera“, með tilliti til þess að: „Mannréttindasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, staðfestir trú á grund- vallarmannréttindi, mannvirðingu og manngildi og jafnan rétt karla og kvenna“. Og með tilliti til þess að: „ Mannréttindayf irlýsing Sameinuðu þjóðanna áréttar grundvallarregluna um að, misrétti sé ekki leyfilegt og lýsir yfir því að allir menn séu frjálsbomir og jafnir, að virðingu og réttindum og að öllum beri þar til greind réttindi og frelsi, án nokkurrar mismununar, þ.á.m. vegna ljósmæðrablaðið 35

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.