Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 43

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 43
GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir Brjóstagjöf eftir brjósta- minnkunarábgerÖ Erindi flutt á sængurkvennadeild Landspítalans í maí 1992 Inngangur Eg hef áður hjúkrað konum eftir brjóstaminnkunaraðgerð og þá var það álit skurðlækna að lítill möguleiki væri á að þessar konur gætu haft barn á brjósti, aðallega vegna hættu á stíflum, og enn álíta margir að svo sé. Umræður urðu um möguleika þessara kvenna í kennslu- stund í Ljósmæðraskóla Islands og vakn- aði því áhugi minn á að kynna mér þetta betur. Það sem ég tek hér fyrir er: 1. Ástæður fyrir að konur fari í brjósta- minnkunaraðgerð. 2. Örlítil útskýring á sjálfri aðgerðinni. Eg fékk að fylgjast með einni slíkri aðgerð. 3. Undirbúningur fyrir fæðingu. 4. Brjóstagjöf eftir fæðingu. 5. Segi frá rannsóknum sem gerðar hafa verið og viðtölum mínum við fjórar konur sem fætt hafa eftir brjósta- minnkunaraðgerð. Ásíæður /yrir brjóstaminnkun Frá því fyrst var gerð plastic aðgerð á brjóstum árið 1895 (eftir því sem ég kemst næst), hefur tæknin þróast í þá átt sem er í dag og gerir konum á barn- eignaraldri mögulegt að létta af sér þyngslum vegna þungra brjósta. Með brjóstaminnkun er fjarlægður brjóstvefur mest fituvefur, og kirtilvefur hjá þeim konum sem þjást af mjög stórum og þungum brjóstum. Mikil óþægindi fylgir því að hafa þung brjóst, má ímynda sér hvernig væri að hafa tvo lítra af mjólk hangandi framan á sér allan daginn. Konurnar kvarta undan verk í herðum, hálsi og upp í höfuð og jafnvel verkjum í baki. Þær verða hoknar í herðum vegna þungans og erfitt er að stunda íþróttir. Þeim líður illa andlega og reyna að fela brjóstin. Gengur erfiðlega að finna á sig föt. Hlírar skerast niður í axlir. Óþægindi eru vegna svitans undir brjóstunum. Einnig er talað um meiri hættu á bólgu í brjóstum hjá konum með mjög stór brjóst (1). ljósmæðrablaðið 41

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.