Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 49

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 49
Streita I rannsókn sem Strickland gerði árið 1987 kom fram að mörg þau líkamlegu einkenni sem komu fram hjá hinum verðandi föður var hægt að rekja til streitu og ónógs stuðnings tengt með- göngu konunnar (4). Það sem helst er talið geta valdið þessari streitu er t.d. breytt hlutverk karlmannsins og áhyggjur vegna fjárhagslegrar afkomu fjölskyld- unnar. Einnig er talað um áhyggjur vegna heilsu konunnar og bamsins, áhyggjur vegna hugsanlegra breytinga á kynlífi og áhyggjur vegna breytts hlutverks meðal fjölskyldu og vina kunni að orsaka þetta (4). Hins vegar er aukin þátttaka föður á meðgöngutímanum t.d. með því að sækja foreldrafræðslunámskeið og koma með konunni í mæðraskoðun, ásamt því að geta talað um væntingar og áhyggjur sínar, dæmi um þá þætti sem taldir em Seta minnkað streitu og þar með þessi líkamlegu einkenni (4). I rannsókn sem Glazer gerði árið 1989 á því hvaða þættir hefðu streituvaldandi áhrif á verðandi feður komu fram margir þættir sem hann skiptir niður í sex flokka; 1. Ahyggjur vegna barnsins: Verður barnið heilbrigt? (um 95% sögðu þann þátt streituvaldandi). Er hætta á því að konan missi barnið? (67%). Hvenær fæðist barnið? (52%). 2. Ahyggjur tengdar þeirra sjálfra: Hlutverk þeirra í fæðingunni (79%). Breytingar á lifnaðarháttum (74%). Ahyggjur af því að standa sig ekki nógu vel í föðurhlutverkinu (68%). 3. Ahyggjur vegna heilbrigðiskerfinu: Að konan fái góða heilbrigðisþjón- ustu (65%). 4. Áhyggjur vegna fjölskyldu og vina: Hvort maki þinn skilur breyttar til- finningar þínar (63%). Hvað maka þínum finnist um breyt- ingar á kynlífi (53%). 5. Áhyggjur vegna fæðingarinnar: Vegna sársauka konunnar í fæðing- unni (95%). Vegna einhvers sem gæti gerst óvænt í fæðingunni (90%). Að konan missi stjóm á sér í fæð- ingunni (73%). 6. Áhyggjur vegna afkomu: Vegna kostnaðar sem fylgir þvi að eignast bam (66%). Vegna minni tekna til heimilisins (56%). Á þessum niðurstöðum sést að það em margir þættir á mismunandi sviðum sem meirihluti karla í þessari rannsókn segir að valdi þeim streitu (7). Oglebi og uppköst Margir sem hafa rannsakað líðan verðandi feðra hafa rekist á að ógleði og uppköst eru meðal þeirra einkenna sem karlar nefna þegar þeir eru spurðir um heilsufar á meðgöngutíma konunnar (4). I rannsókn Ferketich og Mercer kemur fram í niðurstöðum að um 7% verðandi feðra hafi fundið fyrir brjóst- sviða, ógleði og uppköstum einhvern- tímann á meðgöngutíma konunnar (6). Greinarhöfundur hefur engar tilgátur um það hvað veldur slíkum einkennum hjá körlum en þættir eins og aukið álag, kvíði og streita hefur verið nefnt sem orsaka- valdar. Föðurhlutverkið Þrátt fyrir það að hver og einn karl- _________________________________ 47 bJÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.