Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 4

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Qupperneq 4
Ritstjóraspjall Ljósmæðrablaðið hefur nú komið út í 82 ár. Fyrir ljósmæður sem fagstétt er nauðsynlegt að hafa vettvang þar sem hægt er að sækja og miðla fagþekkingu ásamt því að skiptast á skoðunum um málefni sem að þeim snúa. Við vitum að mörg mál eru í brennidepli og mikilvægt að um þau sé umræða. Siðfræðileg umræða er vaxandi þáttur í okkar starfi og er mikilvægt að ljósmæður séu virkir þátttakendur í þeirri umræðu. Eva S. Einarsdóttir er ein af þeim ljósmæðrum sem hafa ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og fjallar hér um fóstureyðingar út frá sínu sjónarhorni.Val verðandi foreldra á þjónustu er einnig þáttur í siðfræði- legri umræðu. Á síðustu árum hefur út um allan heim aukist umræðan um val á fæðingarmáta, þar sem konur óska jafnvel eftir keisara- skurði án heilsufarslegra ástæðna. Verkefni Eddu Kristinsdóttur ljós- móðurnema veitir okkur innsýn í hugarheim konu sem stendur frammi fýrir vali á fæðingarmáta eftir fyrri keisaraskurð. Þarna fáum við ljós- mæður mikilvægt tækifæri til að heyra rödd konunnar segja frá þeirri reynslu. Ljósmæður eru í auknum mæli að auka við sig þekkingu og ijölgar þeim ört sem lokið hafa meistara- gráðu. Að þessu sinni birtist ritrýnd Valgerður Lísa Sigurðardóttir grein upp úr meistaraverkefni Mar- grétar Hallgrímsson um útkomu spangar í eðlilegri fæðingu. Ekki leikur vafi á að þar er á ferðinni mikilvægt innlegg í klínískt starf ljósmæðra, við erum jú alltaf að hugsa um að vernda spöngina! Áfram er haldið með klínísk við- fangsefni, það líður varla sá dagur í starfi ljósmóður án þess að hún mæli blóðþrýsting. í verkefni Önnu S. Vernharðsdóttur úr námi í Ljós- móðurfræði skrifar hún um blóð- þrýstingsmælingar sem eru kannski ekki eins einfalt mál og ætla mætti. í blaðinu birtist einnig samantekt um heimafæðingar á Islandi síðustu tíu árin byggð á erindi sem Guðrún Ólöf Jónsdóttir flutti á ráðstefnu í haust um eðlilegar fæðingar í nú- tímasamfélagi. En þó við einblínum mikið á nútímann og framtíðina þá er okkur öllum hollt að staldra stöku sinnum við og líta um öxl. Smám saman er að hverfa frá störfum kynslóð ljós- mæðra sem unnu við allt aðrar að- stæður en við þekkjum í dag. Eins og fram kemur í viðtali við Jóhönnu Hrafníjörð ljósmóður voru aðstæð- ur í heimahúsum misjafnar á þeim árum sem hún var að störfum og sjálfsögð nútímaþægindi eins og sími eða kynding ekki alltaf til staðar. Saga Jóhönnu er merkileg en hún var í mörg ár sjálfstætt starfandi ljósmóðir og rak fæðingarheimili í Kópavogi. Það er umhugsunarvert að konur hafi haft fleiri valkosti um fæðingarstaði á þeim tíma heldur en þær hafa í dag, en í sjónvarpsþætti nýlega kom einmitt fram að íslensk- ar konur eru farnar að þiýsta á um að hafa fleiri valkosti eins og t.d- fæðingarheimili. Þessu þurfum við Ijósmæður að huga að. Margt er framundan hjá ljós- mæðrum, norræna ráðstefnan „Mothers of Light“ verður haldin í Reykjavík 20.-22. maí þar sem búast má við Qölda góðra gesta og úrvali fyrirlestra. Að lokum óska ég þess að ljós- mæður eigi ánægjulegt sumar fram' undan. 4 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.