Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Síða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Síða 12
Utkoma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif meðferðar o stellingar á útkomu spangar Þessar síður hafa ekki verið skrifaðar fyrir þá sem leggja þær frá sér og segja eða hugsa „Stórmál allt vegna smá spangarskaða"! Þeir verða að eiga það við eigin samvisku. Ritgen, 1885 Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþœttur, 1. Kanna tíðni heillar spang- ar og tegundir rifa hjá konum sem fœddu eólilega á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi og tíðni spangarklippinga og tengsl þeirra við rifur; 2. Kanna hvort fœðingarstelling, meðferð spangar og þyngd eða höfuðummál barns hefði áhrif á útkomu spangar. Um lýsandi framvirka rannsókn með þverskurðar- sniði var að rœða. Gögnum var safnað, með skráningarlista hönnuðum af rann- sakanda, frá konum sem fœddu eðlilega frá nóvember 2001 til mars 2002. Úr- takið voru 460 konur. Notuð var lýs- andi tölfrœði. Helstu niðurstöður: Tíðni heillar spangar var 32,5%. Tíðni 1° rifa var 30,3%, tiðni 2° rifa var 32,3% og tíðni 3° rifa var 4,4% . Alls voru 8,7% allra frumbyrja með 3° rifu og 2,2% fjölbyrja. Tíðni spangarklippinga var 8,4%. Ekki mœldust skýr tengsl milli stellingar og útkomu spangar. Þrjár meðferðir höfðu áhrif á útkomu spang- ar. Að hvetja til rembings og að nudda/- toga spöng höfðu marktœkt neikvœð áhrif. Eigið val konunnar á stellingu á öðru stigi hafði marktœkt jákvœð áhrif. Ekki var marktœkt samband milli fœð- ingarþyngdar og höfuðummáls barns og útkomu spangar. Inngangur Skaði á grindarbotni eftir barnsfæðingu er oftast þess eðlis að hann grær fljótt og veldur minniháttar vandræðum en skaðinn getur verið sársaukafullur og langvarandi vandamál fylgt í kjölfarið (Wright, 1994). Skaðinn verður þá vegna áverka eða truflunar á taugaboð- um til vefja í grindarbotni og geta vald- ið konunni þvaglekavandamáli, erfið- leikum að halda aftur af vindi og Höfundar Margrét I. Hallgrímsson, sviðsstjóri LSH og yfirljósmóðir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir; lektor og námsstjóri í Ijósmóðurfræði * Ritrýnd grein hægðum, sársauka við samfarir auk þess sem hætta er á gangamyndun milli leggangna og neðsta hluta ristils (Conn- olly og Torp, 1999; Handa, Harris og Ostergard, 1996; Renfrew, Hannah, Albers og Floyd, 1998; Signorello, Har- low, Chekos og Repke, 2000; Sleep, 1991; Sultan, Kamm, Hudson,Thomas og Bertram, 1993). I gegnum aldirnar virðist sem konur hafi mest notað uppréttar stellingar í fæðingum (Shermer, o.fl., 1997; Henty, Greinin byggir á rannsókn sem unnin var til meistaragráðu í Ijósmóður- og hjúkrunarfræði við Háskóla Islands 2003 undir leiðsögn Ólafar Ástu Ólafsdóttur lektors í Ijósmóðurfræði og Þóru Steingrímsdóttur dósents í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp' o.fl., 1998; Gupta og Nikodem, 2000a; Boyle, 2000). Talið er að franskur fæð- ingarlæknir Francois Mauriceau hafi fyrstur skipt út fæðingarstólnum fyrir rúm sem konur lágu i til að fæða. Þó að ákveðinn hópur hafi heiðrað MauriceaU fyrir þessa breytingu þá hafa aðrir litið á tilkomu baklegu í fæðingu sem eina af skaðlegustu afskiptum nútímafæð- ingarfræði af fæðingum (Dunn,1991f Gupta og Nikodem (2000a) benda á nokkra þætti sem leiddu til þess að kon- ur fóru að fæða útafliggjandi. Við iðn- byltinguna þróaðist félags- og heil- brigðisþjónustan og stofnanir urðu tik Smám saman færðust allar fæðingar inn á fæðingastofhanir sem voru hann- aðar með þarfir starfsfólksins í huga og voru fæðingarrúm hluti af hönnun sjúkrahúsa. Til margra ára var nær öll' um konum í hinum vestræna heimi sem og á íslandi ráðlagt að nota útafliggj' andi eða hálf útafliggjandi stellingu á öðru stigi fæðingar. Síðustu áratugi hefúr þetta breyst og nú hafa fræði' menn haft áhuga á að rannsaka hinar ýmsu stellingar á öðru stigi fæðingar og m.a. kannað áhrif þeirra á spöngina (Al' bers og félagar, 1996; Gupta og Niko- dem, 2000a; Gupta og Nikodem, 2000b: Gáreberg og félagar, 1994; Hanson. 1998). Á síðustu tveimur áratugum J2 Ljósmæðrablaðið maí 2004

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.