Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Síða 27
lega fór ég að rembast. Mér fannst þetta
otrúleg tilfinning, nú skyldi ég þetta
^eð þessar stöðugu spurningar um
rembingsþörfina í fyrri fæðingunni,
þetta var ótrúlegt!
Klukkan 14:45 fæddist lifandi stúlka
sem var skellt beint upp á magann á
roér, blóðug og beint út úr mér. Til-
finningin var ólýsanleg, þvílík gleði
sem braust fram, ég leit á ljósmóðurina
°g manninn minn og sagði. „Það tókst“
°g mér fannst það ótrúlegt.
En ég upplifði einnig mikinn söknuð
eða missi yfir að hafa ekki fengið að
uPplifa þetta með fyrsta barninu mínu,
a þessu augnabliki gerði ég mér grein
fyrir því hversu miklu ég hafði misst
af...
I dag er ég mjög fegin að hafa mætt
svona miklum skilningi á líðan minni
°g kvíða. Ég er stolt af kjarki mínum,
uð hafa ákveðið að reyna við eðlilega
fæðingu, ég er þakklát fyrir fræðsluna
°g stuðninginn sem ljósmóðirin og
fæðingarlæknirinn veittu mér og um-
fram allt er ég ánægð yfir því að hafa
fengið að upplifa fæðingu barnsins
mins. Það jafnast ekkert á við það að fá
nýfætt barn sitt upp á magann, sjá það
°g snerta, vitandi að kjarkur minn átti
stóran hlut í þessu kraftaverki...
^rnræður og lokaorð
Gunnhildur taldi sig þurfa meiri stuðn-
’ng eftir fæðingu fyrra barnsins en hún
fékk. Henni fannst hún fá stuðning
fyrstu dagana en svo þegar allt fór að
ganga vel, eðlileg hreinsun, strákurinn
tQk bijóstið vel og þá fannst henni hún
sjalf svolítið gleymast. Ljósmóðirin
hefði mátt gefa sér meiri tíma til að
sPjalla um fæðinguna við hana, svara
spurningum og tryggja að hún hefði
enga sektarkennd eða ranghugmyndir.
Em tíma var það hennar trú að hún hefói
ekki staðið sig sem skyldi í fæðingunni.
Eftir seinni fæðinguna fannst Gunn-
h'ldi stuðningurinn mjög góður og
greinilegt var að ljósmóðirin var mjög
jneðvituð um að fyrri reynsla hennar
laföi áhrif á líðan hennar. Ljósmóðirin
'ar dugleg að koma og spjalla og Gunn-
''di fannst hún gefa mikið af sér og
Varð það til þess að henni fannst hún
§eta talað opinskátt um sína líðan og
tdfinningar. Ekkert varð óviðkomandi
eða of asnalegt til að tala eða spyrja um.
Ljósmæður verða að vera vakandi
yrir fýrri reynslu kvenna og fjöl-
s yldna og vera tilbúnar til þess að
usta. Ef ljósmóðir upplifir eða skynj-
ar vanlíðan hjá konu sem neitar boði
um að spjalla um hlutina getur verið
gott að einhver annar aðili, önnur ljós-
móðir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkra-
liði reyni að nálgast konuna. Það að
segjast ekki vilja tala urn hlutina getur
nefnilega alveg þýtt að viðkomandi
vilji bara ekki tala við þennan ákveðna
aðila, án þess að hafa neitt sérstakt á
móti honum. Við verðum að vera
meðvituð um að við eigurn misjafnlega
auðvelt með að tengjast fólki og við
verðum að taka tillit til þess í okkar
starfi. Það að fara í gegnum ferli fæð-
ingarinnar eftir á með ljósmóðurinni er
mörgum konum mikilvægur þáttur til
þess að stuðla að góðri andlegri líðan,
sátt og þar með aðlögun að nýju hlut-
verki sem móður.
Sá tími sem ljósmóðirin og fæðing-
arlæknirinn gáfu Gunnhildi fyrir fæð-
ingu seinna barnsins er henni ómetan-
legur og hefði ekki svona vel verið
hugsað um hennar andlegu líðan þá
hefði hún að öllum líkindum valið að
fara í keisaraskurð. Mjög líklega stæði
hún þá enn í sömu sporunum, ósátt við
upplifun sína af keisarafæðingunni og
tilfinningin um að vera misheppnuð
væri enn fyrir hendi.
í staðinn er Gunnhildur stolt af kjarki
sínum yfir að hafa ákveðið að reyna við
eðlilega fæðingu og segist í dag vera
nokkuð sátt við fyrri fæðinguna. Svona
fóru málin og það þýðir litið að velta
sér upp úr þeim. Dagarnir tveir eftir
keisaraskurðinn eru þó enn týndir og
það er einna helst það sem hún á erfitt
með að sætta sig við. Keisaraskurður-
inn sjálíur er minna mál í hennar aug-
um, bara ef hún myndi eftir því þegar
hún sá barnið sitt í fyrsta sinn. Myndir
af barninu nýfæddu og óþvegnu hjá
móðurinni hefðu kannski getað hjálpað
til.
Það sem skiptir þó mestu máli er að
Gunnhildur telur sig hafa unnið úr til-
finningum sínum eftir keisarafæðing-
una, þó söknuðurinn sé til staðar þá
angrar hann ekki í daglegu lífi. Hún er
stolt og ánægð af hafa fengið að upplifa
eðlilega fæðingu og bæði börnin eru
heilbrigð og yndisleg.
21.09.2003
Óskum öllum Ijósmæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars
Akranes
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi, Merkigerði 9
ísafjörður
Heilbrigðisstofnunin Isafjarðarbæ.Torfnesi
Blönduós
Heilbrigðisstofnunin Blönduósi, Flúðabakka 2
Akureyri
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi
Ljósmæðrablaðið maí 2004 27