Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Page 30
Svipmyndir frá aðalfundi
f
Afmælisbragur
IJILEFNI 85 ára afmælis Ljósmæðrafélags Islands samdi Þórdís Klara
Agústsdóttir Ijósmóðir þessar vísur og sungu Ijósmæður eins og þeim er
einum lagið í afmælishófi sem haldið var í kjölfar aðalfundar
Ljósmæður láta ekki að sér hæðast
fví lífsins nauðsyn er þeirra iðja
svo lengi sem blessuð börnin fæðast
ber þeim að hjálpa, fræða, styðja!
Og lítið var hugsað um þeirra hagi
■ hjartanu leyndist ógnin dulda
er neyðarkall barst að næturlagi
var napurt að berjast við storm og
kulda!
Oft böl og fátækt við þeint blasti
1 barnsnauð konan lá og þjáðist
með handtök snör í hendingskasti
• heljarátök þá var ráðist!
”Hvernig bæri barnið niður?“
Hugast ei í slikum ferðum
ðrýpur höfði, djörf og biður:
"Hrottinn vertu með í gerðum“
bn til að standa sterkum fótum
var stofnað félag, sótt á miðin
Jótlega upp úr aldamótum
Attatíu og fimm ár liðin!
Og gamla glóðin ennþá lifir
þótt gjörbreytt sé með
hjálpartækjum
og ljósmæður búa ennþá yfir
ýmsum góðum hugvits klækjum!
Við ljósmæður höfum löngunt verið
leiknar í okkar góða fagi
„Ykkur frætt sem börnin berið
svo bijóstagjöfin verði í lagi.“
Sé þjónustan einhuga innt af hendi
við eflaust því setta marki náum
að meðganga og fæðing alltaf endi
sem eðlilegast, því það við þráum!
Að viðmót okkar veki gleði
að virða rétt og siði kvenna
að veita hjálp með glöðu geði
að greina, hvetja, skilja, kenna!
Til hamingju við sem hérna erum
við heiðrum þær sem á undan fóru
þá framtíðarsýn í brjósti berum
að breyta til góðs í smáu, stóru!
Þórdis Klara Ágúslsdóttii; Ijósmóðir
21.mars 2004.
r
Ahugaverðar ráðstefnur
fyrir Ijósmæður
• 23. - 25. júní, 2004. Önnur al-
þjóðlega ráðstefnan „In sickness
and in health“ verður haldin í
Háskóla íslands. Sjá slóð ráð-
stefnunnar http://www.hi.is/
nam/ hjukrun/sicknessandhealth.
html
• 14. - 18. júlí 2004. ILCA ráð-
stefna 2004. http://www.ilca.org/
conference/index.php
• Alþjóða ljósmæðraráðstefnan
(ICM) verður haldin í Ástralíu
2005. Slóð ráðstefnunnar er
www.midwives2005.com/
• Midwifery Today - Reclaiming
the Art of Midwifery. Bad Wil-
bad, Germany 20.-24. október
2004.
Sumartími
Sumartími á skrifstofu LMFÍ
verður með svipuðu sniði og und-
anfarin ár. Frá 1. júní verður ein-
ungis opið á þriðjudögum frá kl.
9-13, lokað vegna sumarleyfa frá
28.júní til 6. ágúst. í ágúst verð-
ur opið á þriðjudögum frá kl. 9-
13. Eftir sem áður er formaður til
taks í síma 861 6855, verður þó
stödd erlendis írá 30. júní -10.
júlí.
30 Ljósmæðrablaðíð ma' 2004