Ljósmæðrablaðið - 15.05.2004, Síða 34
Hún fæddi svo með léttri sogklukku
reyndar, á LSH og fór fljótt heim aftur í
mína umsjá.
Andleg eftirvænting og spenna áttu
þátt i því að trufla næstu fæðingu, kon-
an missir vatnið við 37,2 vikur og ekk-
ert er eins og hún ætlaði sér og hún
hreinlega ekki tilbúin. Var með fúllt hús
af bömum sem voru svolítið fyrir. Eng-
in sótt að ráði. Þarna var ég að hugsa
um tímann og barnalæknana, hvað ef
þetta er svo bara lítið kríli sem gott væri
að fæddist bara á LSH. Svo við fórum
en viti menn sóttin snarharðnaði á leið-
inni og hún fæddi næstum því í lyft-
unni!
Fór heim til ffumbyrju sem var rétt
að byrja með murningsverki, heyri ekki
hjartslátt með Doppler. Mjög erfið
reynsla en lærdómsrík, konan var áfram
í minni umsjá og ég tók á móti barninu
og sinnti íjölskyldunni áfram.
Tvær konur sem áttu „langdregnar
fæðingar“ eða sársaukaupplifúnin var
hreinlega of mikil fyrir heimafæðingu
án neins nema vatnsins, nuddsins og
þeirra úrræða annarra sem hægt er að
gera án lyfja eða nálastungna.
í báðum tilfellunum tel ég einnig að
þær hafi báðar upplifað of snemma að
fæðing væri að nálgast, þe að verkja-
upplifun þeirra væri meiri en hjá meiri-
hluta kvenna. Báðar notuðu vatnslaug-
ina, önnur fór í pottinn löngu áður en ég
kom og fór að mínu mati of snemma,
þar sem slikt getur hreinlega kallað á
langdregnari fæðingu. Á LSH fengu
þær báðar epidural og hvíld áður en
farið var að örva þær með syntocinon-
dreypi. Fæddu sjálfar fín börn með
góðan apgar.
Andlitsstöðuna greindi ég ekki fyrr
en útvíkkun var lokið og komið að því
að opna belginn fyrir fæðinguna. Kon-
an var búin að vera í pottinum og fæð-
ingin gengið mjög yndislega við dans,
hennar rólegheit og annað tilheyrandi.
Fyrsta skoðunin var eðlileg, allavega
ekki afbrigðileg andlitsstaða, en hún
var frumbyrja og ég vildi ekki láta
fæðinguna gerast heima. Hún fæddi án
verkjalyfja eða deyfingar en fékk
slæma rifú sem var saumuð í svæfingu.
Barnið var með bólgna tungu og varir
eftir fæðinguna sem hjaðnaði á 2-3 klst.
Hún lá sængurlegu í nokkra daga á
LSH. í töflu 5 má sjá ástæður fyrir
flutningi barna og mæðra þeirra á LSH
eftir heimafæðingu.
Hér er um að ræða tvö tilfelli. Hið
fyrra var barn, ansi stórt einnig, sem
var með öndunarerfiðleika, og bláan
Fyrsta brjóstagjöfm.
húðlit. En klíniskt virtist þessi móðir
ekki vera með svona stórt barn, fæðing-
in gekk mjög vel, hann fæddist reyndar
frekar snöggt eftir að hafa rifið móður
sína og var með greinileg einkenni um
vot lungu, þ.e. náði ekki góðum lit og
andaði hratt. Það gekk fljótt og vel að
færa þau frá heimilinu á LSH, með
neyðarbilnum Hjá mér var reynd
heimafæðingaljósmóðir hún Ingigerður
Guðjónsdóttir og sá hún um að vefja
barnið inn í teppi með hitapoka meðan
ég sá um að gera móðurina klára. Barn-
ið lagðist inn á vökudeild og reyndist
vera með vot lungu en þar sem hann var
fæddur heima var hann settur á sýklalyf
sem mér fannst heldur einkennileg ráð-
stöfún bara fyrir það eitt að fæðast
heima. Ferill hans á vökudeild urðu 7
dagar að mig minnir. Móðirin tjáði mér
að það hefði verið erfið reynsla að hafa
hann ekki hjá sér og einnig að hann var
lengur inni vegna sýklalyfjagafarinnar
sem hann var tekinn af þegar útséð var
að hann var ekki sýktur.
Seinna tilfellið var móðir sem var i
svo einkennilega mjúkri sótt að hún
varla fann fyrir neinu og þegar ég kom
til hennar var hún að klára útvíkkun.
Tók til í snatri allt sem þurfti, því ekki
var tími fyrir pottinn. Hrefna Einars-
dóttir ljósmóðir náði að koma. Konan
missti vatnið og með það sama fæðist
barnið. Hún valdi að fæða standandi
með stuðningi maka og gafst hreinlega
ekki tími fyrir annað. Naflastrengur var
um háls og náði hann að herðast að barn-
inu, tel ég, þegar hún losnaði úr burðar-
liðnum. Hratt vafði ég af henni strengn-
um en hún var líflítil en með góðan litar-
hátt og hjartslátt, en andar ekki, ég tek
hana upp og blæs í hana þar til hún tekur
við sér. Hún var farin að anda sjálf áður
en neyðarbíllinn kom og var sú ákvörð-
un tekin af okkur fagfólkinu á staðnum
að litla prinsessan þyrfti að fá lúxus
meðhöndlun og fara í obs. á vökudeild-
Foreldrarnir voru eðlilega í áfalli en allir
náðu að vinna úr þessari reynslu með
tímanum. í dag er þetta kát og fín stúlka
sem er ef eitthvað er á undan sínum jafn-
öldrum í þroska. Hvað mig sjálfa varðar
Tafla 5. Ástæður flutnings bama og mæðra þeirra á LSH eftir heimafæðingu.
1. Stórt bam 4715 g apgar 8/7 Móðirin frumbyrja fékk 4 rifu » Reyndist vera með vot lungu - vökudeild saumuð í svæfingu lá sængurlega á LSH
2. Barn fæðist lífvana, Fer á vökudeild til obs
34 Ljósmæðrablaðið maí 2004