Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 4

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 4
98 PREYR óteljandi verkefni, sem enn hefir ekki tekist að leysa, og önnur ný, sem hafa verið að skapast. Og við hljótum að komast að raun um það, að aldrei hefir verið meiri þörf fyrir þróttmikið fé- lagslíf bænda í landinu, til eflingar at- vinnuvegi sínum, en einmitt nú. Starf- ið stækkar sjóndeildarhringinn, þess- vegna stækkar það líka stöðugt hin sýni- legu verkefni. Og það er gott, að við stöndum nú á þeim tímamótum, að við skiljum þá staðreynd. Þetta 100 ára afmæli Búnaðarfélags Islands á að vera ný herhvöt, einskon- ar ný félagsstofnun, eða ef maður vill orða það svo, ný vakning í upphafi nýrr- ar aldar, því hennar er þörf nú, engu síður en þörf var á félagsstofnuninni fyrir 100 árum. Þessi afmælishátíð nær þá fyrst tilgangi sínum, ef svo að segja hver og einn, sem hingað sækir, fer héðan með þeim ásetningi, að leggja sig allan fram fyrir hin stóru verkefni, sem eru framundan í íslenzkum landbúnaöi. Því að vissulega verðum við að viður- kenna það, að framundan og við fætur okkar eru stórkostleg verkefni óunnin“. Ráðherrann minntist á það, „að nú næstu daga, verður opnuð og tekur til starfa rannsóknarstofa atvinnuveganna" — og — „GrundvöIIurinn undir stofnun hennar og starfrækslu er fyrst og fremst sú hugsun og það takmark, að skapa vís- indalega undirstöðu undir atvinnuvegina, þar á meðal landbúnaðinn“. I lok ræðu sinnar bar hann fram þá ósk, Búnaðarfélagi Islands til handa, „að því rnegi auðnast að vaxa með verkefnum sín- um, og að það megi bera giftu til þess, á ókomnum árum, að einbeita kröftum sín- um að þeim viðfangsefnum einum, sem meginþýðingu hafa fyrir framtíð landbún- aðarins og velfarnað bændastéttarinnar í þessu landi. I þeirri trú, að svo megi verða, heilsa ég með fullri bjartsýni hinni nýju öld í sögu búnaðarfélagsskap- arins á lslandi“. Þegar ráðherra hafði lokið ræðu sinni, fluttu hinir erlendu fulltrúar Búnaðarfé- lagi íslands kveðjur og árnaðaróskir frá félögum þeim, er þeir mættu fyrir, og af- henti sendiherra Dana, de Fontenay, for- manni félagsins skrautritað ávarp frá Det kgl. danske Landhusholdningsselskab og sekretær Ole Hersoug skrautritað ávarp frá Det kgl. Selskap for Norges Vel. Því- næst flutti formaður Búnaðarsam'bands Austurlands kveðju og árnaðaróskir til Búnaðarfélags íslands og afhenti því, að gjöf frá sambandinu, málverk af Snæfeili, er hann kallaði — „Fjalljöfur Austur- lands“ — gert af Finni Jónssyni málara. Formaður félagsstjórnarinnar þakkaði kveðjurnar og gjöfina og var svo athöfn- inni í Alþingishúsinu slitið með því, að söngflokkurinn söng þjóðsönginn. Eins og áður er sagt, mættu engir full- trúar frá Svíþjóð og Finnlandi, en frá Sveriges almánna Landbrukssálskap barst Búnaðarfélaginu nokkrum dögum síðar skraútritað ávarp á skinni. Að lokinni athöfninni í Alþingishúsinu bauð forsætisráðherra gestum félagsins að skoða Rannsóknarstofu í þágu atvinnuveg- anna við háskóla íslands, sem nú er nærvi fullgerð. Atvinnumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson sýndi bygginguna, sem aö vísu er nærri fullsmíðuð, en rannsóknar- tækjum var þá ekki enn komið þar fyrir Þess má fylíilega vænta, að stofnun þessi marki ný og merkileg tímamót í þró- un atvinnuveganna og leggi í framtíðinni vísindalegar undirstöður fyrir þá, í sam- ræmi við hérlenda staðháttu. Eftir skoðun byggingarinnar þágu menn kaffiboð hjá forsætisráðherra.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.