Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 9

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 9
F R E Y R 103 breytingar urðu að koma. Hjá þeim var ,ekki unnt að stýra, þeim sem þó hefði helzt kosið góða og gamla lagið. Og hin- um, sem þráðu framfarir og umbætur, er víst óhætt að kannast við það, svona með sjálfum sér a.m.k., að ekki er allt sem sýnist í upphafi, sumt reynist ver og annað betur, en flest nokkuð á annan veg en ætlað var. Hér verður að sinni ,ekki um það rætt, sem átt hefði að verða, eða orðið gat, heldur það eitt, sem er, minninguna um það sem er liðið, svo og vonirnar um framtíðina og fyrirheit þau, sem henni eru tengd. Þessu öllu er sú athöfn helg- uð, er hér fer fram í dag, í minningu um hundrað ára afmæli búnaðarsamtak- anna í landi voru, er Búnaðarfélag ís- lands hefir til hvatt. í því starfi, sem hér er minnst, hafa beztu og nýtustu menn þjóðarinnar um aldarbil tekiðmeiri eða minni þátt, starfi, sem að því hefir miðað jafnt og þétt, að treysta og styrkja undirstöður þjóðfélags vors, þær sem voru frá upphafi, eru og hljóta jafnan að verða, meðan landið byggist, treysta þær svo, að á þeim yrði örugglega byggt svo veglega, með þeirri rausn og prýði, sem orka og snilld íslenzkra manna hrekkur framast til. Þegar ákveðið var af Búnaðarþingi 1935, að minnast þessa 100 ára afmælis sérstaklega, var það tekið sem höfuð- atriði að skrifa sögu félagsskaparins og voru til þess valdir þeir dr. Þorkell Jó- liannesson og fyrrv. búnaðarmálastjóri Sig. Sigurðsson. Tryggvi heitinn Þór- hallsson, þáverandi formaður félagsins, hafði tekið að sér umsjón með útgáfunni, en eftir andlát hans tók dr. Páll Eggert Ólason það starf að sér. Var tilætlunin sú, að rit þetta yrði fullbúið á afmælinu, svo hægt væri að útbýta því ekki síðar en við það tækifæri. En verk þetta hefir reynzt umfangsmeira en gert var ráð fyrir í fyrstu, og verður ritið því ekki tilbúið fyrr en síðar á árinu. Er þess vænzt, að menn virði þennan drátt til betri vegar og útvegi sér ritið, þegar það er fullbúið og kynni sér rækilega sögu félagsins. Er óhætt að segja, að þar er margháttaðan fróðleik að finna. Ég vil því gefa viðstöddum gestum og þeim landsmönnum öðrum, sem af áhuga fylgjast með því, er hér gerist í dag, ör- stutt yfirlit yfir stofnun og sögu þessa fé- lagsskapar. Þau verða talin upptök búnaðarsam- taka á íslandi, að 28. janúar 1837 komu nokkrir menn saman í húsi yfirdómsins í Reykjavík, í Austurstræti 4, þar sem nú er verzlun Haralds Árnasonar, og komu sér saman um það, að stofna fé- lag til eflingar búnaði í Suðuramtinu, sem þá var kallað. Forgangsmaður þessa fundar og fyrsti formaður félagsins var Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari, áð- ur sýslumaður í Árnessýslu. Á fundi þessum var kosin bráðabirgðastjórn, er undirbúa skyldi starfsemi félagsins, semja uppkast að lögum handa því og boða til fundar, þar sem endanlega yrði gengið frá stofnun þess. Sá fundur var haldinn 5.—8. júlí 1837. Þar voru lög- in samþykkt og félagið að fullu stofnað. Var það í fyrstu kallað Suðuramtsins hús- og bústjórnarfélag, en síðar Búnaðarfé- lag Suðuramtsins. Félagið starfaði til ársloka 1899, en hvarf þá inn í Búnaðar- félag Islands, er stofnað var um sumar- ið það ár. Þegar Búnaðarfélag Suðuramtsins var stofnað, var ekkert búnaðarfélag til á íslandi. Um langan aldur þar á undan hafði Konunglega danska landbúnaðar- félagið haft nokkur afskifti um búnaðar-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.