Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 12
106 F R E Y R samtaka og samstarfs um hagsmunamál sín. Búnaðarfélag íslands var stofnað 5. júlí 1899. Sá maður, sem fyrstur hreyfði stofnun slíks félags og vann talsvert að því langa hríð að koma því á fót, var Einar Ásmundsson í Nesi í Höfðahverfi, þjóðkunnur gáfu- og vitsmunamaður. Honum auðnaðist ekki að leiða þetta mál tii lykta, þeir sem það gerðu og fyrst og fremst verða taldir höfundar félagsins skulu nefndir hér: Þeir Halldór Kr. Frið- riksson, Þórhallur Bjarnarson síðar bisk- up og Páll amtmaður Briem. Halldór Kr. Friðriksson var kosinn fyrsti formaður félagsins, en Þórhallur Bjarnarson varð eftirmaður hans og einn mestur áhrifa- maður um störf félagsins alla tíð til dauðadags 1916. Páll Briem var einnig mikill áhugamaður um efni félagsins og hafði mikil áhrif á störf þess fyrstu árin og myndi hafa orðið mikill foringi um framkvæmdir þess, ef honum hefði orðið lengra aldurs auðið, en hann andaðist 1904. Af formönnum félagsins öðrum en þeim Halldóri og Þórhalli biskupi, ber hér að nefna Guðmund prófast Helga- son frá Reykholti, er var formaður 1907 —1917, og Tryggva Þórhallsson, er var formaður 1925—1935. Þegar Búnaðarfélag íslands tók til starfa árið 1900, hafði það tvo ráðu- nauta í þjónustu sinni, Einar garðyrkju- mann Helgason og Sigurð búfræðing Eigurðsson. Höfuðviðfangsefnin voru garðyrkjan og gróðurtilraunastarfsemi í gróðrarstöð félagsins, sem nú var byrj- að á, og leiðbeiningarstarf fyrir bænd- ur út um landið, er héðan af var með nokkuð öðrum hætti en áður fyrr, meir ráðgefandi og undirbúandi. Þá átti fé- lagið mikinn þátt í því að koma upp smjörbúunum í byrjun aldarinnar, og rak um nærri tuttugu ár skóla fyrir mjólkurbústýrur, undir stjórn H. J. Grön- feldts. Varð starfsemi þessi að miklu og góðu gagni. Loks réð félagið til sín ráðu- naut um kvikfjárrækt 1902. Gengdi því starfi fyrst Guðjón Guðmundsson, bú- fræðikandidat frá Finnbogastöðum og síðar, eftir andlát hans 1908, Ingimund- ur Guðmundsson búfræðikandidat frá Marðarnúpi, en hann féll frá snemma árs 1912. Tók þá Sigurður Sigurðsson að mestu við störfum þessum, nema sauð- fjárræktinni, en að henni vann mest upp frá þessu og fram til 1920 Jón H. Þor- bergsson fjárræktarmaður. Á .þessum tuttugu árum var nokkuð ágengt um stofnun nautgripa- og hrossaræktarfé- laga og allmörg fjárbú stofnuð og rekin með styrk frá félaginu. En vegna sívax- andi dýrtíðar og fjárhagsörðugleika fé- lagsins síðara hluta þessa tímabils, er tekjurnar stóðu í stað en útgjöld fóru vaxandi, varð ekki ráðist í nýjar fram- kvæmdir, heldur reynt að þrauka við að halda í horfi, unz úr rættist að lokinni heimsstyrj öldinni. Með árinu 1920 hefst nýtt tímabil í sögu Búnaðarfélags Islands. Á Alþingi 1919 var styrkur til þess úr ríkissjóði stórum hækkaður, f jórfaldaður, og hefir það síðan getað beitt sár af miklu meiri krafti að verkefnum sínum. Starfsmönn- um var fjölgað úr þremur í sjö, fullkom- inni starfsskiftingu á komið, svo að hver grein búnaðarins fékk nú fastan starfs- mann. Fóðurræktin, garðyrkjan og síðan grasfræræktin og kornyrkjan fengu hver sinn starfsmann, þá Metúsalem Stefánsson, Ragnar Ásgeirsson og Klem- ens Kristjánsson. Að kvikfjárræktinni hafa þeir unnið Theodór Arnbjörnsson hrossaræktarráðunautur og Páll Zophó- níasson sauðfjárræktar- og nautgripa-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.