Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 3

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 3
Aldahvörf búnaðarfélagsskapar á íslandi. I. Á þessu ári eru liðin 100 ár síðan búnað- arfélagsskapur hófst hér á landi, og eru þá upptök hans rakin til stofnunar Suður- amtsins Húss- og Bússtjórnar félags árið 1837, en arftaki þess félags varð Búnað- arfélags íslands 1899. Þeir, sem stóðu að stofnun hins fyr- nefnda félags og að stjórn þess, munu hafa talið það stofnað 28. janúar 1837, á afmælisdegi Friðriks konungs VI, og þann dag var stofnun þess félags ákveðin, og boðið til almennrar þátttöku, en lög voru því ekki sett fyr en 8. júlí sama ár, og þyk- ir því rétt að líta svo á, að þá fyrst sé það að fullu stofnað. Við þetta síðara var miðað, er Búnað- arfélag íslands minntist 100 ára starfsemi búnaðarfélagsskaparins í landinu, með há- tíðahaldi hér í Reykjavík þann 8. júlí s.l. Boðsgestir félagsins við þetta tækifæri voru ríkisstjórnin, skrifstofustjóri at- vinnumálai’áðuneytisins, formenn stjórn- málaflokkanna, skólastjórar bændaskól- anna, stjórnarnefndarmenn búnaðarsam- bandanna, búnaðarþingsfulltrúar, eldri og yngri, fyrverandi stjórnarnefndarmenn félagsins og búnaðarmálastjórar og aðrir starfsmenn félagsins, bæði þeir, sem áður hafa verið, og núverandi starfsmenn. Þá var og boðið forseta Fiskifélags ls- lands og formönnum ýmsra félaga, er sér- staklega vinna að hagsmunum bænda, utan búnaðarfélagsskaparins, o. fl. Loks var allsherjar búnaðarfélögum hinna norrænu ríkja og Færeyja boðið að senda hingað fulltrúa í tilefni af afmæl- inu. Finnar og Svíar gátu ekki sinnt þessu boði. Frá Det kgl. danske Landhushold- ningsselskab kom hér til lands, um þess- armundir, forseti þess Dr. med. K. A. Hasselbalch, en var norður í landi á afmæl- isdaginn, en fyrir hans hönd mætti sendi- herra Dana hér á landi, de Fontenay. Fyr- ir Det kgl. Selskab for Norges Vel mætti ritari þess, Ole Hersoug, og fyrir Föroya Búnaðarfjelag M. Winther-Lútzen, land- búnaðarráðunautur. Minningarhátíðin fór þannig fram, að komið var saman í neðrideildarsal Alþing- is kl. 1 um daginn. Stýrði formaður fé- lagsins, Þ. Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum samkomunni og bauð gesti velkomna. Þá söng Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar 2 lög, en að því búnu flutti formaður erindi það, sem birt er hér í blaðinu. Þá flutti forsæt- ds- og landbúnaðarnáðheíra, Hermann Jónasson ræðu. I ræðu sinni fórust ráð- herranum m. a. orð á þessa leið: „Og nú, á þessum tímamótum, þegar litið er yfir hin stóru átök Búnaðarfé- lags Islands, og hina miklu gagnsemi þess, á umliðnum árum, þá sjáum við

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.