Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 10
104 F R E Y R málefni íslendinga, helzt með þeim hætti, að heita verðlaunum fyrir atorku í ýmsum greinum búnaðar. Þá veitti það einstökum dugnaðar- og framkvæmda- mönnum í bændastétt heiðurslaun nokk- ur eða minjagripi, silfurbikara eða verð- launapeninga. Ennfremur veitti það langa hríð mikinn stuðning íslenzkum námsmönnum er fóru til Danmerkur til jarðyrkjunáms, sendi hingað til útbýt- ingar garðfræ ýmiskonar og trjáplöntur til gróðursetningar o. s. frv. Starfsemi þessi var allra góðra gjalda verð og kom að talsverðu gagni, ekki sízt í garðyrkj- unni, enda varð helzt framför í þeirri grein jarðræktar hér á landi á ofan- verðri 18. öld og fram um miðja 19. öld. En hér varð reyndar fleira til hjálpar. Ýmsar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar dönsku miðuðu í sömu átt, og naut hér við ráða og tillagna ýmsra ágætra áhrifa- manna, er létu slík efni til sín taka. Má hér nefna menn eins og Skúla Magnús- son, Jón Eiríksson, Andreas Thodal stipt- amtmann, síra Björn Halldórsson, Egg- ert Ólafsson, Magnús Ketilsson, Ólaf stiptamtmann Stefánsson, Hannes bisk- up Finnsson, Stefán Þórarinsson amt- mann, Þórð búfræðing Þóroddí, Magn- ús yfirdómara Stephensen og Bjarna amtmann Þorsteinsson. Allir þessir menn áttu með ýmsum hætti þátt í því, að hlynna að íslenzkum búnaði og búnaðar- framförum, þótt flest yrði að litlu gagni fram um 1820, vegna ýmiskonar áfalla á síðari hluta 18. aldar og fram um alda- mótin 1800, er komu mönnum í opna skjöldu og lögðu í rústir jafnharðan og upp var byggt. Nægir hér að nefna fjár- kláðann fyrri 1762—1779, móðuharð- indin 1783—85 svo og áframhaldandi harðindi og margfalda óáran af völdum Napóleonsstyrjaldanna fram á annan tug 19. aldar. Búnaðarfélag Suðuramtsins var í fyrstu og reyndar lengi framan af fá- tækt og lítils megnugt. Reyndar fékk það nokkrar gjafir í upphafi og munaði mestu um 1 þúsund ríkisdali, er konung- ur veitti því í eitt skifti fyrir öll. Þegar félagið hafði starfað í tvö ár, átti það tvö þúsund ríkisdali í sjóði sínum. Var það í sjálfu sér .sæmileg eign, en á hitt er að líta, að tekjur voru engar, nema lítilsháttar félagsgjöld og vaxtafé af eign þessari. Nú var það ætlun þeirra manna, sem stjórnuðu félaginu, að það starfaði á þann hátt, að heita verðlaunum fyrir búnaðarframkvæmdir og ynni á þann hátt að eflingu búnaðarframfara. En hér er stytzt frá að segja, að vegna fátæktar varð litlu áorkað með þessum hætti. Fyrstu 20 árin varði félagið til slíkra verðlauna, um 140 kr. á ári, og þótt verð- gildi peninga væri hærra þá en nú er, má nærri geta, að bein áhrif slíkra fjár- muna muni litlu orkað hafa. En reyndar fór sjóðseign félagsins vaxandi þessi ár, og allt kapp lagt á að auka hana, enda var það eina ráðið eins og á stóð, til þess að félagið yrði einhvers megnugt í framtíðinni. Árið 1868 tók Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari við formej ■ Sku í félaginu. Var nú bæði, að vaxtatekjur félagsins voru þá nokkrar orðnar, enda var þess nú skammt að bíða að því ykist starfsfé, er Alþingi fékk fjárveitinga- vald 1875 og tók að verja nokkru fé til búnaðarþarfa, og fékk Búnaðarfélagið jafnan síðan talsverðan styrk til fram- kvæmda sinna úr Landssjóði. Tók nú að færast fjör í framkvæmdir félagsins. Á árunum 1869—1874 fékk félagið hingað lærða vatnsveitingamenn frá

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.