Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 17

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 17
F R E Y R 111 1787. Hún lagði fyrstu drögin að skipun heilbrigðismála og vega- og póstmála hér á landi. Og loks voru að hennar cil- lögum sett hin fyrstu jarðræktarlög á íslandi, með tilskipun 13. maí 1776 um sléttun túna og girðingar. Tilskipun þessi, sem venjulega er nefnd þúfnatilskipunin stóð lengi, um sextíu ár. Með henni var að því stefnt, að á fremur fáum árum yrðu öll tún á landinu girt og sléttuð, og síðan haldið áfram með framræslu mýra og aðrar um- bætur, garðrækt o. fl. En hér fór á ann- an veg, sem kunnugt er. Tilskipunin varð að vísu ekki með öllu gagnslaus, en hún náði hvergi nærri tilgangi sínum og varð brátt pappírsgagn eitt. Nokkuð bætti úr, að jafnhliða þessu vann stjórn og landbúnaðarfélagið danska talsvert mik- ið að því á ýmsan hátt, að greiða fyrir umbótum og framkvæmdum um jarða- bætur og jarðyrkju á íslandi, svo að aldrei féll síðan niður með öllu. Má hér nefna útgáfu ýmsra rita og bæklinga um jarðrækt og búnaðarmál, er hófst 1770 og hafði vafalaust góð áhrif. Ennfremur má hér ekki gleyma því, að á þessum tímum voru uppi með þjóðinni miklir á- huga- og dugnaðarmenn, er létu at- vinnumálin mjög til sín taka, svo sem Skúli Magnússon, séra Björn Halldórs- son, Magnús sýslumaður Ketilsson, Stef- án amtmaður Þórarinsson og þeir feðgar Ólafur Stefánsson og Magnús Stephen- sen. Loks má hér nefna Bjarna amtmann Þorsteinsson, er var einn mestur áhrifa- maður um landstjórn hér á landi fram- an af 19. öld. En að hans ráði, og með til- styrk stjórnarinnar og lapdbúnaðarfé- lagsins danska, hófust námsferðir Islend- inga til þess að læra jarðyrkju utan- lands um 1820, er varð að góðu gagni. Frá því um aldamót 1800 og fram á annan tug aldarinnar áttu Danir í mikl- um örðugleikum vegna tjóns þess er þeir biðu af völdum Napóleonsstyrjaldanna. En er hagur ríkisins tók að batna um og eftir 1820 var farið að líta nokkru meir á almenn hagsmunamál þegnanna en verið hafði um hríð, og kom þá meðal annars til álits, hvað unnt væri að gera, til þess að koma nokkru betra lagi á um búnað allan og einkum jarðrækt á ís- landi. Beiddist stjórnin álits embættis- manna hér á landi um það, hvort ráð- legt væri að reyna að framfylgja gömlu þúfnatilskipuninni, eða önnur leið yrði fundin til þess að ná því takmarki, er í upphafi var að stefnt með henni. Mönn- um varð hér ógreitt um svör og vafðist málið fyrir um hríð. Var því svo enn á ný hreyft 1833, og þá var það Þórður Sveinbjörnsson sýslumaður í Árnessýslu, er lagði það til að stofnað yrði félag til þess að efla búnað í Sunnlendingafjórð- ungi, en nokkru fé yrði varið úr kon- ungssjóði til starfa félagsins. Þá höfðu fyrir nokkru stofnaðir verið búnaðar- sjóðir fyrir hin ömtin og þeim þá ætlað að vinna líkt verk og þessu fyrirhugaða búnaðarfjelagi sunnanlands. Þessi til- laga fékk góðan byr og varð það að ráði að þúfnatilskipunin var numin úr gildi 1836, en heitið fjárframlagi í eitt skifti fyrir öll til búnaðarsjóðanna og fyrir- hugaðs búnaðarfélags í Suðuramtinu. 8. júlí 1837 var svo að fullu stofnað Hús- og bústjórnarfélag Suðuramtsins eða Búnaðarfélag Suðuramtsins sem síð- ar var kallað, að forgöngu Þórðar Svein- björnssonar. Var hann fyrsti forseti fé- lagsins og stjórnaði því til dauðadags 1856. Þessi voru tildrög þess, að hófust bún- aðarsamtök á íslandi fyrir hundrað ár- um síðan,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.