Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 27

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 27
F R E Y R 121 íslenskt dilkakjöt og enski mark- aðurinn. Fjárhagsleg afkoma meg- Upphaf. inþorra íslenzkra bænda veltur að mestu á afurðum sauðfjárins. Bændur í heilum héruðum selja ekkert úr búi, nema sauðfjárafurðir, og nota auk þess nokkuð af þeim til heimiiisþarfa. Engin þjóð í Evrópu á jafn margar kindur á hvern íbúa eins og Islendingar. Sauðfjárrækt er því hlutfallslega þýðing- armeiri atvinnugrein á íslandi, en í flest- um öðrum löndum, að undanskildu Nýja- Sjálandi og Ástralíu. Það er því full ástæða til þess, að við látum okkur annt um þessa atvinnugrein, bæði hvað snertir framleiðsluhliðina, meðferð vörunnar og sölu. Ekki sízt þegar vitað er, að ekki er unnt að stunda landbúnað í ýmsum lands- hlutum, nema byggja hann fyrst og fremst á sauðfjárrækt. En raun ber vitni um annað. Sauðfjárræktin hefir verið van- rækt bæði af bændum og hinu opinbera. Sala landbúnaðarafurða, a. m. k. þess hluta, sem fluttur er út, er þó komin í all- gott horf. Er það að þakka samvinnufé- lögum bænda. Sölufyrirkomulagið nýtur sín þó ekki að fullu, vegna þess hve gæð- um og meðferð landbúnaðarvaranna er enn ábótavant. Mikið hefir þó verið gert til umbóta á því sviði. Kjötið er verðmætasta vörutegundin, sem bændur framleiða, þótt ull og gærur gefi oft miklar tekjur. í þessari grein ætla ég að ræða um kjöt- markaðinn erlendis, hvernig íslenzka kjöt- ið fullnægir kröfum markaðsins, og hvað hægt er að gera, til þess að auka vinsæld- ir þess og verð. Um helmingur af dilkakjötsframleiðslu okkar er flutt út árlega. Meiri hlutinn af því er seldur frosinn á enska markaðin- um. Dálítið er selt frosið til Svíþjóðar og Danmerkur. Sala saltkjöts til Noregs fer mjög minnkandi. Má gera ráð fyrir, að sá mark- aður lokist innan skamms. Enski markaðurinn er því aðalmarkað- ur okkar og mun verða það í náinni fram- Hvers krefst enski marka'8 urinn ? Smithfield markaðurinn í London er lang stærsti kjötmarkaður heimsins. Þangað er flutt inn kjöt frá næstum öllum kjötútflytjendum í heimi. Aðalkjötmagnið kemur frá Nýja-Sjálandi, Argentínu og Ástralíu. sambandsins, og skal hann bá sem allra fyrst kalla saman sambandsstjórnina, til þess að telja atkvæðin. Sú talning fer fram eftir sömu reglum og talning atkvæða við Alþingiskosningar, eftir því, sem við á. 18. gr. Þegar talning atkvæða er lokið, gefur sam- bandsstjórn út og sendir hlutaðeigendum kjör- bréf handa aðalmönnum og varamönnum. Um ákvörðun þess, hverjir ná kosningu, fer eftir sömu reglum og gilda um hlutbundnar kosningar til Alþingis, 19. gr. Formaður búnaðarsambands skal, þegar að lok- inni talningu atkvæða, senda Búnaðarfélagi Is- lands skriflega skýrslu um úrslit kosninganna. 20. gr. Að því leyti, sem ekki eru gefin sérstök fyrir- mæli um kosningar til Búnaðarþings í reglugerð þessari, fer um þær eftir reglum kosningarlaga til Alþingis, eftir því, sem við getur átt,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.