Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 33

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 33
F R E Y R 127 var flutt út saltað, gerði lítið til, hvernig það var flegið. Þá flógu menn í „akkorð“ og rifu bjórana af á sem stytztum tíma, kærðu sig minna um, þótt rifnaði himna hér og þar. Þegar Björn Pálsson, fyrverandi yfir- kjötmatsmaður, kom heim frá Nýja-Sjá- landi, eftir að hafa kynnt sér kjötmat og meðferð kjöts þar, sá hann að íláning hjá okkur var í óþolandi ástandi. Lagði hann til, að tekin yrði upp ensk aðferð við flán- inguna, gálgafláning, sem væri mun betri. Hann fékk því eigi framgengt. Hann brýndi þó fyrir sláturhússtjórum og flán- ingsmönnum, að. vanda fláninguna. „Akk- orð“ voru lögð niður o. s. frv. Nokkuð vannst á, en ekki nógu mikið. Sumpart stafar það líklega af því, að flegið var með okkar gömlu aðferð, en sumpart vegna þess, að vanir fláningsmenn áttu erfitt með að breyta um verklag. Nú hefir verið horfið að því að halda námskeið í byrjun sláturtíðar, þar sem enskir slátrarar eru fengnir til þess að kenna íslendingum að flá o. fl. Þannig námskeið var haldið á Akureyri s.l. haust. Bar það nokkurn árangur. Kjötið var bet- ur flegið s.l. haust frá sumum sláturhús-' unum en áður. Reyndist bezt að nota nýja aðferð, þar sem sameinuð var enska og ís- lenzka fláningsaðferðin. Nú á að halda aftur svipað námskeið á Akureyri í haust. Ætti að senda góða menn, frá öllum sláturhúsunum á landinu þangað, svo að þeir geti lært að flá óað- finnanlega. Þeir geta svo kennt öðrum, hver á sínum stað. Kaupfélags- og sláturhússtjórar verða að undirbúa sig í tæka tíð í haust, undir að gefa fláningsmönnum sínum kost á að læra að flá. Fláningunni verður að kippa í lag nú þegar. Það verður að saga nett- lega fram úr miðjum bringukollinum, en höggva hann ekki sundur með exi eða hníf. Nota þarf hæfilega löng hækiljárn og binda bógana upp mátulega þétt. Þetta þarf að gera eins á öllum stöðum. Kjötið verður að þvo vel. Ekki má þó nota of mikið vatn. Það má heldur alls ekki nota grófa klúta eða bursta, til þess að þvo með kjötið. Nota skal mjúka klúta, sem gerðir eru rakir í volgu vatni. Gróf- ir klútar eða burstar ýfa upp yfirborðs- himnuna og það lýtir kjötið. Ef of mikið vatn er notað við þvottinn, verður yfir- borð kroppsins vatnsósa, einkum ef himn- an er rifin. Þegar kjötið er svo fryst, myndar þetta mikla vatnskrystalla í kjöt- inu, sem spillir útliti þess. Kjötið þarf að kæla vel, áður en það cr fryst. Gæta verður svo allrar varúðar við frystingu og geymslu, einkum að sveiflur verði ekki á kuldastiginu í frystihúsunum. Við framskipun verður að gæta vand- lega að því, að varlega sé farið með kjötið. Þau ráð, sem bent hefir verið á hér að framan, til þess að bæta útlit kjötsins, kosta lítið annað en vandvirkni og að- gæzlu. Með því að gera það, getum við bætt útlit kjötsins að mun. Það borgar sig. Islendingar gleyma því oft, að nú, á dögum samkeppni og offramleiðslu, þá skiftir vöruvöndun mestu máli. Fólk kaup- ir ekki háu verði þá vöru, sem lítur illa út, enda þótt hún kynna að vera eðlisgóð, á markaði, þar sem nægilegt framboð er af sömu vörutegund, vel útlítandi. Til þess að halda fengnum markaði, auka hann eða finna annan nýjan, er að- eins ein leið. Hún er sú, að up'pfylla þær kröfur, sem kaupendur gera til kjötsins. Edinburgh, 20. júlí 1937. Halldór Pálsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.